Akureyrarskáldið Eyþór Gylfason og Tereza Riedlbauchová, frá Akureyri Mið-Evrópu, nánar tiltekið Prag, sjá um að ljóða fyrir okkur í þessum þætti. Eyþór hefur gefið út ljóðabókina Hvítt suð og nýjustu bækur Terezu eru Parísar-dagbókin og Blekblettur á Karíbahafinu.

Þáttinn má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, en Ilona Gottwaldova þýðir Terezu í samvinnu við Ásgeir H Ingólfsson og það eru Gunnlaugur Starri Gylfason og áðurnefndur Ásgeir sem sjá um leikstjórn, Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H kynna prógrammið og Darrell Jónsson sér um upptöku í stúdíói.

Það er Ásgeir H Ingólfsson sem hefur yfirumsjón með þáttaröðinni. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics.

Carl Warwick samdi stef þáttanna út frá broti úr Völuspá.

Styrktaraðilar eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn. Sem og auðvitað allir áskrifendur smyglsins!

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.