Og þá er komið að því – lokaþátturinn! Allavega þetta árið – hver veit nema við finnum leiðir til að verða ljóðamála aftur á næstu árum.

En það eru Akureyska vandræðaskáldið Sesselía Ólafs og Vestur-Íslenski fjöllistamaðurinn Darrell Jónsson sem flytja lokaljóð Ljóðamála þetta árið. Sesselía er leikari, leikskáld og tónlistarkona með meiru og Darrell er vídjólistamaður og tónlistarmannfræðingur og hefur skrifað smáprósabókina XYL: The Spectacular Suicides of the Acrobats of Logic and Sensibilities, sem og The Complete History of Iceland Music; Ancient and Punk, í samvinnu við Dr. Gunna og Robert Wayman.

Það eru Kári Liljendal og Darrell Jónsson sem sjá um leikstjórn, Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna prógrammið og áðurnefndur Darrell sér um upptöku í stúdíói.

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.