Fjórði þáttur af Ljóðamála á almannafæri fer í loftið klukkan 20.30 á N4 í kvöld, 29. júní. Þannig að núna er tilvalið að hita upp með því að kynna skáld og leikstjóra kvöldsins stuttlega til leiks.
Soffía Bjarnadóttir er fyrra ljóðskáld kvöldsins. Hún hefur sent frá sér ljóðabækurnar Beinhvít skurn og Ég er hér, sem og skáldsögurnar Segulskekkju og Hunangsveiði.
Hér er stutt viðtal sem Eiríkur Guðmundsson tók við Soffíu þegar Hunangsveiði var nýkomin út.
Atli Sigurjónsson leikstýrir myndbandi Soffíu, en hann leikstýrði einmitt líka myndbandi Maríu Ramos í öðrum þætti. Atli lærði kvikmyndagerð í University of Texas í Austin og hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda. Meðal annars þessu myndbandi Ask the Slave.
Meðal stuttmyndanna má svo benda á þessa hér, sem horfa má á í heild sinni á Vimeo, Where Have You Been All Along, um ýmsar safnapælingar.
Það má finna miklu meira á bæði Vimeo-síðu Atla og heimasíðu hans – þar á meðal þetta tónlistarmyndband fyrir DJ Flugvél og geimskip.
Ásgeir H Ingólfsson er seinna skáldið í kvöld og Darrell Jónsson leikstýrir – en í vetur bjuggu þeir til einfalt skýringamyndband um tveggja metra regluna.
Ásgeir hefur gefið út tvær ljóðabækur, Grimm ævintýri og Framtíðina. Gunnlaugur Starri gerði á sínum tíma ljóðamyndband við fyrsta ljóð bókarinnar, Jóhönnu.
Þá gerði hann líka myndband við Hungurleikana úr sömu bók.
Leikstjórinn Darrell Jónsson er vitaskuld lykilstarfsamur á plani Ljóðamála – en honum verða gerð nánari skil í kringum lokaþáttinn, þegar hann mun flytja eigin kveðskap!
Að venju mun Darrell Jónsson sér um upptöku í myndveri MeetFactory, þar sem Arnheiður Eiríksdóttir og Ásgeir H Ingólfsson kynna dagskrána.
Það er Ásgeir H Ingólfsson sem hefur yfirumsjón með þáttaröðinni. Framleiðendur eru Menningarsmygl og Urban Space Epics.
Carl Warwick samdi stef þáttanna út frá broti úr Völuspá.
Styrktaraðilar eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Akureyrarbær og Landsbankinn. Sem og auðvitað allir áskrifendur smyglsins!
Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.