Chet Baker gengur aftur í Bíó Paradís, ungir tónlistarlistamenn troða upp í Hörpu, vínilkaffi, fjölþjóðlegt bókmenntaspjall, frumsýning á verki Söruh Kane, nýtt dansverk og vínylkaffi er meðal helstu viðburða vikunnar.

Menningarsmyglið flytur ykkur í fyrsta skipti menningardagatalið, þar sem farið verður yfir helstu viðburði komandi viku – með tenglum á mikilvægustu upplýsingar, Facebook-síður og miðasölusíður eftir því sem við á.

Þriðjudagur 5. september

Óli Kondrup Tríó kynnir Let’s get Lost

19.00 Bíó Paradís

Bíó Paradís verður með sérstaka tónleikasýningu á Let‘s Get Lost, heimildamynd frá 1988 um tónlistarmanninn Chet Baker, sem var á sínum tíma tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildamynd og var frumsýnd aðeins fjórum mánuðum eftir dauða Chet. Það er Ólafur Sverrir Traustason tónlistarmaður sem vinnur hjá Bíó Paradís sem á veg og vanda að sýningunni og mun syngja lög Chet með Óli Kondrup Tríó eftir sýningu í anddyri bíósins.

„Ég hef lengi verið hugfanginn af Chet Baker, hann söng eins og hann spilaði og spilaði eins og hann söng. Alltaf lýrískur, alltaf rómantískur en erfiður,“ segir Ólafur og rifjar upp þegar hann sá myndina fyrst: „Þessi mynd fangar bæði listamanninn og manneskjuna í sinni flóknu mynd. Ég sá hana fyrst þegar ég var að færa mig úr klassískum söng yfir í jazzinn, nálgun Chet á melódíur er svo blátt áfram en áhrifamikil. Eftir að hafa dreymt um að sýna þessa mynd í langan tíma ákvað ég að láta reyna á þetta og með hjálp allra í Bíó Paradís, mínum yndislega vinnustað, er það að verða að veruleika. Réttindahafar vestan hafs sýndu líka stuðning í verki sem er frábært.“

En viðburðinum líkur ekki strax eftir sýningu. „Svo verða tónleikar eftir myndina þar sem við flytjum lög sem Chet söng og spilaði gegnum árin. Þar verða með mér Birgir Steinn Theodorsson bassaleikari og Hróðmar Sigurðsson gítarleikari, þeir eru brillíant spilarar báðir tveir og ég hlakka til að syngja þessi lög með þeim.“

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Upprásin – Róshildur, Flaaryr og virgin orchestra

20.00 Kaldalón, Hörpu

Upprásin er ný tónleikaröð sem er tileinkuð grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur, og verða þau Róshildur, Flaaryr og Virgin Orchestra sem hleypa tónleikaröðinni af stað. Anna Róshildur, sem notar seinna nafnið sem listamannsnafn, vefur saman hljóðfæraleik, lúppum, rödd og synthum til að búa til svífandi rafpopp, fullt af melankólískum melódíum og marglaga textum, sem komu nýlega út á plötunni v2,2.

„Titill plötunnar vísar í sköpunarferli og ferðalag verksins,“ segir Róshildur, en þetta er í raun útgáfa 2,2 sem er vistuð sem slík. „Ég samdi hana á flakki og tók upp á alls kyns óhefðbundnum stöðum með óhefðbundnum búnaði. Með símanum, heyrnatóla mæk eða inni í stofu undir teppi fyrir betri hljómburð. Platan er sneiðmynd af því hvernig verkið er núna. Það er aðeins ákvörðun að setja punktinn hér, því ef ég hefði haldið áfram að fikta í mánuð í viðbót værum við líklega að hlusta á aðra plötu. Í laginu Skilaboð (v7,4) verður brak í stól að trommutakti og símaupptaka af rammfölsku orgeli í Flatey heldur uppi hljómagangi. Það er áferðin í upptökunum og hljóðvinnslunni sem mér finnst það fallegasta við plötuna. Áferðin skapar nánd og mjúkan en sterkan heim í kringum orðin.“

Flaaryr verður með henni á tónleikunum, en það er sólóverkefni Diego Manatrizio, sem er lagahöfundur og gítarleikari fæddur í Buenos Aires í Argentínu árið 1993, en er búsettur í Reykjavík síðan 2019. Tónlist hans einkennist af rytmískum tilraunum og marglaga lykkjum þar sem hann leikur sér með ólíka möguleika órafmagnaðra og rafmagnaðra hljóðfæra, ásamt ýmsum hlutum úr hversdagslífinu og samspil þeirra við hvort annað.

Loks mætir hljómsveitin virgin orchestra, sem er skipuð þeim Starra Holm, Stefaníu Pálsdóttur og Rún Árnadóttur sem kynntust í tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands. Þau sækja innblástur úr margvíslegum áttum á borð við The Cure, My Bloody Valentine, The Velvet Underground, Dmitri Shostakovich og Delia Derbyshire. Sumarið 2022 hélt hljómsveitin til Berlínar til þess að bæði spila á sínum fyrstu tónleikum og taka upp efni fyrir plötuna fragments.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Miðvikudagur 6. september

Sýning | Að halda þræði

10.00 Borgarbókasafnið Árbæ

Heimasíða / Facebook-viðburður

Vínylkaffi með Valla

17.00 Borgarbókasafnið Grófinni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Útlegðarbréfin hans Gunnlaugs – útgáfuhóf

17.00 Bókakaffið, Ármúla 42

Facebook-viðburður

National Theatre Live: Othello

19.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Reykjavík Poetics #4 / Mazen Maarouf & Joachim B. Schmidt

19.30 Mengi

Þeir Mazen Maarouf og Joachim B. Schmidt munu mæta, spjalla og lesa á fjórða kvöldi Reykjavík Poetics. „Ég er að plana að koma eins óundirbúinn og ég get,“ segir Joachim. „Þetta á jú að vera skemmtileg og afslappað spjall um sagnalist og sköpunarferlið, en líka allt á milli himins og jarðar vona ég.“ Hann játar þó að hann muni með skáldsögu sína Kalmann meðferðis sem og ritgerðasafnið Skáldreki, þar sem hann og fleiri höfundar með erlendar rætur eiga ritgerðir. En hann hlakkar til að ræða við Mazen og stjórnandann Ewa Marcinek; „við eigum öll svo ólíkan bakgrunn, tengjumst bara í gegnum ást á Íslandi og bókmenntum.“

Joachim B. Schmidt / Mynd: Eva Schram

Eftir Schmidt hefur sem sagt komið út skáldsagan Kalmann á íslensku fyrir að verða tveimur árum, Brandarar handa byssumönnum eftir Mazen Maarouf kom út árið 2018 og Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek kom út í fyrra, en Ewa er umsjónarmaður Reykjavík Poetics.

Í kjölfar spjallsins verður svo open mic og eru lesþyrst ljóðskáld hvött til að hafa samband við skipuleggjendur til að bóka sig á ljóðmælendalista.

Facebook-viðburður

GÓSS

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagur 7. september

Where is This Street? Or With No Before or After

17.00 Bíó Paradís

Heimasíða

Kletturinn eftir Sverri Norland – útgáfuhóf

17.00 Loft Hostel

Facebook-viðburður

Eva stjórnar Eldfuglinum – Upphafstónleikar Sinfó

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburðura / Miðasala

Sjónskekkja – uppistand

20.00 Kex Hostel

Stefán Ingvar er með lausa augasteina. Það hefur haft allskonar áhrif á hann; hann getur ekki orðið flugmaður, mátti aldrei æfa fótbolta eða vera í skátunum og svo sér hann allt skakkt, eða vitlaust, en það virðist ekki hindra hann í að þvælast landshornanna á milli með uppistand.

Stefán Ingvar er meðlimur í uppistandshópnum VHS en þetta er önnur einkasýning hans, en sú fyrsta, Fullkomið ójafnvægi, var sýnd í Tjarnarbíó.

„Þessi sýning er aðeins persónulegri en það sem ég hef gert áður. Undanfarið ár hefur verið afar viðburðarríkt og krefjandi á köflum, sem hefur gefið tækifæri til sjálfsskoðunar. Það er spennandi að vera með klukkutíma sýningu sjálfur. Sumt grín sem ég skrifa getur verið of óaðgengilegt fyrir korters sett í skemmtidagskrá VHS flokksins, en virkar vel sem hluti af stærri mynd. Ég myndi segja að það væri myrkur yfir þessu, en meira gaman,“ segir Stefán sem lofar klukkustund af svartsýnasta gríni sem þú heyrir í ár.

Facebook-síða / Miðasala

Rumours – til heiðurs Fleetwood Mac

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-síða / Miðasala

I Like Movies

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða

Föstudagur 8. september

gímaldin flytur Hetfield píanó projekt

20.00 Svarti kassinn, Hofi, Akureyri

Hér er um að ræða tilvistar- og aðferðafræðilega tilraun um eðli tónlistar. Getur hnitanetaður og óskeikandi metalgítarriþmi Jamesar Hetfields fundið samleið með flæðandi, síbreytilega svarandi og ofurdýnamísku klassísku píanói? Tónlistarmaðurinn gímaldin hyggst svara því með 10 nýjum sönglögum sérstaklega útsettum fyrir þetta form og Pálmi Sigurhjartarson sér um undirleik á píanó.

Téður gímaldin er pródúsent og fjölhljóðfæraleikari sem hefur komið fram og gefið út tónlist um árabil, bæði sóló sem gímaldin og líka með ýmsum hljómsveitum, og dúettum. Í tónlist byrjaði hann sem þungarokks-gítarleikari og hefur lengi verið stefnan að reyna að enda ferilinn í einhverskonar metal til að fullkomna hringinn.

Pálmi Sigurhjartarson hefur verið starfandi sem atvinnutónlistarmaður síðan 1984 og tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, meðleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Við eigum samleið

20.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

KK

20.00 Ölver

Facebook-viðburður / Miðasala

Nirvana rokkmessa: In Utero: 30 ára afmæliskonsert

20.00 Lemmy

Facebook-viðburður

Hair – Singalong föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Ukryta sieć

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða

Rock Paper Sisters-One in a million útgáfutónleikar

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Laugardagur 9. september

Barnastund Sinfóníunnar

11.30 Flói, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sheryn Regis, the Crystal Voice of Asia

16.00 Silfurberg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Laust mál

18.00 Skaftfell Art Center, Seyðisfirði

Facebook-viðburður

Ást Fedru

20.00 Þjóðleikhúsið

Ást Fedru eftir Söruh Kane er byggt á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum. Verkið veltir upp ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, sannleika, þrá, fyrirlitningu og aðdráttarafl myrkursins.

Sarah Kane var áhrifamikið leikskáld þótt hún hafi dáið aðeins 28 ára gömul árið 1999. Það er Kolfinna Nikulásdóttir sem leikstýrir sýningunni, en hún hefur áður leikstýrt óperunni KOK og er höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð.

Það er Margrét Vilhjálmsdóttir sem leikur Fedru og þau Hallgrímur Ólafsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Þröstur Leó Gunnarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir eru í öðrum helstu hlutverkum.

Heimasíða / Miðasala

Við eigum samleið

20.00 Hof, Akueyri

Heimasíða / Miðasala

Rock Paper Sisters-One in a million útgáfutónleikar

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Maggi Kjartans – My friends and I

20.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Nirvana rokkmessa: In Utero: 30 ára afmæliskonsert

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Verbúðarballið 2023

21.00 Hertz höllin – Seltjarnarnesi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Sunnudagur 10. september

Sígildir sunnudagar: Kammersveit Reykjavíkur

16.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Þegar sópran hittir tenór | Þá taka töfrar völdin

19.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Miðasala

The Simple Act of Letting Go – Íslenski dansflokkurinn

20.00 Borgarleikhúsið

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verk um að sleppa takinu eftir hinn ísraelska Tom Weinberg, og er verkinu líst með þessum óvenju lýríska kynningartexta:

„Þetta gerist hér og núna, en líka undan ströndum Portúgals. Þannig man hún það. Á einhverjum tímapunkti verða tveir einstaklingar skildir eftir á sviðinu. Hvað sem því líður eru þeir eru ekki bara þeir sjálfir, þeir eru gjörsamlega allir. Fylgjandi hvatvísi förum við í gegnum ólínulegt ferðalag sem samanstendur af sjálfsævisögulegum sannindum ásamt skálduðum.

Við höldum í klisjurnar okkar allar samtímis, svo vandræðalega mjúkar, látum drama flæða yfir rýmið á meðan við vitum að þetta eru ekkert annað en tilfinningar.

Verkið dekrar við sundrungu tímalínunnar og býður okkur að dansa víðáttumikið landslag tilfinninga og persónuleika.

Hlið við hlið, á meðan tíminn líður, hlustum við.

Og svo kemur kyrrðin.“

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson