Jólabókaflóðið er að bresta á og bókhneigðir geta nú komist í útgáfuhóf nánast á hverjum degi og sumir höfundar þeytast í upplestararferðir um land allt. Ítölsk listakona á Akureyri veltir fyrir sér sambandi manns og staðar og listar og þar mun svo Elías Rúni kenna myndasögugerð. Óperudagar taka á ólíklegustu hlutum á meðan Mausverjar fagna þrítugsafmæli sveitarinnar.

Menningarvikan hefst á því að leiklistarnemar flytja einleiki eftir samnemendur og líkur með japönskum bíómyndum í bíótekinu, þar sem gömlu fólki er fórnað. Allt þetta og öll menningin þar á milli má lesa um hér fyrir neðan.

Mánudagur 16. október

Leiklestur fullur af lífi

20.00 LHÍ

Nemendur á öðru ári á Sviðshöfundabraut LHÍ hafa nemendur spreytt sig á skapandi skrifum undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur og lokaafurð áfangans er þrettán splunkuný sviðsverk, leiklesin af leikaranemum á öðru ári. Hvert verk er um tíu mínútur að lengd og fer leiklesturinn fer fram í stóra Blackboxi Listaháskólans í Laugarnesi. Frítt er á viðburðinn og gengið inn um inngang af efra bílaplani.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tríó Sól – Cantus Animalia

20.00 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Þriðjudagur 17. október:

Skrímslavinafélagið – útgáfuhóf

16.30 Bókabúð Forlagsins

Facebook-viðburður

Þriðjudagsfyrirlestur: Elena Mazzi

17.00 Listasafn Akureyrar

Ítalska myndlistarkonan Elena Mazzi flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar á sambandi manns, náttúru og menningar.  Í vinnu sinni endurtúlkar hún menningarlega arfleið staða og fléttar inn í það sögum, staðreyndum og fantasíum sem sprottnar eru í nærsamfélögunum í þeim tilgangi að nálgast lausnir í togstreitu manns og náttúru. Með mannfræðilegum vinnuaðferðum leitast hún við að finna heildræna nálgun sem miðar að því að brúa gjár samfélagsins. Elena segir einnig frá nýlegum verkefnum sínum eins og verkinu Polar Silk Road.

Aðrir fyrirlesarar haustsins á Listasafni Akureyrar eru svo þau Zoe Chronis, Magnús Helgason, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, Heather Sincavage og Rainer Fischer.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tónleikar Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts

17.00 Borgarbókasafnið Árbæ

Heimasíða / Facebook-viðburður

Men eftir Sigrúnu Pálsdóttur – útgáfuhóf

17.00 Smekkleysa

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ensemble Masque – Tónar og tár: Hið áhugaverða líf Feneyjatónskáldsins Barböru Strozzi

19.30 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Góðgerðartónleikar: GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía

19.30 Sky Lagoon

Facebook-viðburður / Miðasala

Miðvikudagur 18. október:

Málleysingjarnir – endurútgáfa, útgáfuhóf

17.00 Eymundsson Austurstræti

Heimasíða / Facebook-viðburður

Heimsmeistari eftir Einar Kárason – útgáfuhóf

17.00 Sólon

Heimasíða / Facebook-viðburður

Maður í eigin bíómynd – útgáfuhóf

17.30 Bíó Paradís

Það er eitt þema jólabókaflóðsins að kvikmyndaleikstjórar skrifi bækur. Þorsteinn Jónsson gaf nýlega út minningabókina Vordagar í Prag og nú er Ágúst Guðmundsson, leikstjóri Lands og sona, Með allt á hreinu og Útlagans, að gefa út skáldsögu um kollega sinn Ingmar Bergman. Í sögunni er Bergman 31 árs gamall fimm barna faðir og fer til Suður-Frakklands að skrifa kvikmyndahandrit, sem veldur uppnámi í hjónabandinu. Í sólinni fer handritið að fjalla að verulegu leyti um þetta stormasama hjónaband, þar sem höfundurinn gerir frekar lítið úr sjálfum sér en hefur eiginkonuna í dýrlingatölu.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Stop Making Sense – 40 ára afmælissýningar

19.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

RVK Poetics #5

19.30 Mengi

Facebook-viðburður

Ragga Gröndal Oktett á Múlanum

20.00 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Nansen

20.00 Sauðfjársetur á Ströndum

Facebook-viðburður

Ya-Ha-Hass Queen! Halloween Drag Show

20.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður

Fimmtudagur 19. október:

Sneiðmynd – Fraser Muggeridge

12.00 LHÍ

Heimasíða / Facebook-viðburður

Kvöldstund með Jasminu og Özru

14.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Óperudagar

17.00 Mjódd, Harpa o.s.frv.

„Við erum öll“ er yfirskrift Óperudaga í ár og vísa í áherslu á söng- og óperuverkefni sem eiga það sameiginlegt að vilja auka inngildingu og/eða þátttöku mismunandi hópa á einhvern hátt. Á fjölbreyttri dagskránni má finna teknóóperu og dragóperu, sem og óperu fyrir áhrifavalda (Síminn) og gamansama kammerópera um skandinavíska velferðarkerfið (Systemet). Svo má nefna Líf og dauða, sem er matar- og söngveisla í anda hins mexíkanska „Dags hinna dauðu.“

Einnig er töluvert sótt í heimsbókmenntirnar sem og enn óútkomnar bækur á hátíðinni og koma Shakespeare, Kafka og Elísabet Jökuls þar öll við sögu. Kafka Fragments er verk sem byggt er á þankabrotum úr bréfum og dagbókarfærslum Franz Kafka og Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett er ný kammerópera eftir Önnu Halldórsdóttur við ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur. Þá verða ný lög samin við sveppaljóð Melkorku Ólafsdóttur úr bókinni Flagsól, sem kemur út seinna í haust. Ríkharður III er ópera sem enn er í smíðum, byggð á leikriti Shakespeare, en gestir geta fengið heyra brot af því sem er tilbúið. Eins verður boðið upp á ævintýraóperur um Þyrnirós og Gilitrutt og öróperan Busy byggir á texta A.A. Milne, höfunds Bangsímons.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Shoptalk #2

17.00 Norræna húsið

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ola – venjulegur óvenjulegur gaur

17.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Armeló – útgáfuhóf

17.00 Loft Hostel

Heimasíða / Facebook-viðburður

Skilta-hugarflug fyrir kvennaverkfallið 2023

19.00 Þjóðarbókhlaðan

Facebook-viðburður

Eric Lu leikur Mozart – Sinfóníuhjómsveit Íslands

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Vinamót: Pirkanpojat Boy’s Choir, Gradualekór Langholtskirkju og Drengjakór Reykjavíkur

20.00 Langholtskirkja

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ari Árelíus, Andervel & Cort Lunde

20.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður

Ólöf Arnalds snýr aftur úr stúdíói

20.00 Mengi

Facebook-viðburður

Mugsion

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður

Jón Ólafs – af fingrum fram með honum sjálfum – Sóli Hólm spyrill

20.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Maus 30 ára

21.00 Gamla bíó

Árbærinn í Reykjavík, árið er 1993 og nokkrir piltar hittast og stofna hljómsveit. Þeir spiluðu í fyrsta skipti á tónleikum þá um sumarið og unnu Músíktilraunir árið eftir – og þannig varð hljómsveitin Maus til. Þeir gáfu út fjórar breiðskífur árin á eftir, Allar kenningar heimsins… …og ögn meira, Ghostsongs, Lof mér að falla að þínu eyra, Í þessi sekúndubrot sem ég flýt og loks Musick, en árið 2004 lagðist sveitin í dvala, en hefur frá árinu 2013 rumskað nokkuð óreglulega, til þess að fagna vinskap og höfundarverki hópsins, helst í kringum endurútgáfur platna þeirra á vínyl. Mausarar fagna afmælinu með því að spila sín vinsælustu lög auk vel valinna laga af plötunum fimm.

„Það er búið að vera mikið maus að undirbúa þessa tónleika,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar. „Það skiptir okkur máli að þetta verði einstakur viðburður, því það eru engin plön um að spila saman aftur. Okkur langar þess vegna til þess að gera þetta vel. Þetta verður sett upp eins og leiksýning, í tveimur hlutum með hlé. Lagalistinn er samansettur af öllum ferlinum. Sum lögin höfum við ekki spilað í um 20 ár. Við verðum allir með hljóðnema og ætlum að segja sögur af lögunum – eða af sveitinni sjálfri. Eftir tónleikana ætlum við að gefa okkur tíma til þess að sjá framan í og heilsa upp á gesti. Við sjáum þetta sem afmælisveislu, partý og erfðardrykkju … allt í senn … einu sinni enn.“

Það má svo hita upp með að rifja upp einn Maus-smellinn hérna, í síðasta föstudagslagi.

Facebook-viðburður / Miðasala

Angurværð

21.00 Græni hatturinn, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður

Pétur Jóhann uppistand

21.00 Múlaberg, Akureyri

Facebook-viðburður

Moskvít

21.00 Caffe Bristól, Þorlákshöfn

Facebook-viðburður

Föstudagur 20. október

Elon Musk, goðsagnir um málfrelsið og daður við öfga-hægrið

12.00 Oddi, HÍ

Facebook-viðburður

In Search for Unknown Spaces – Hye Joung Park

13.00 LHÍ

Heimasíða / Facebook-viðburður

Menningararfur í sýndarheimum

14.00 Veröld – Hús Vigdísar

Heimasíða

Öll nema fjórtán – útgáfuhóf

17.00 KSÍ Laugardalsvelli

Heimasíða / Facebook-viðburður

Stríðsbjarmar Vals Gunnarssonar – útgáfuhóf

17.30 Salka bókabúð

Valur Gunnarsson gaf út Bjarmalönd ári áður en Rússar réðust inní Úkraínu, nú er framhaldið að koma út.

Stríðsbjarmar – Úkraína og nágrenni á átakatímum fjallar um hvernig það er auðvelt að sleppa stríðum lausum en erfiðara að enda þau. „Og í raun lýkur þeim aldrei, ekki á meðan síðustu eftirlifendurnir draga enn andann. Stríð breytir öllu, mótar allt. Það lifir enn í hjörtum fólks löngu eftir að sprengjurnar hætta að falla. Og erfist stundum til næstu kynslóða.“

Valur ferðaðist um Úkraínu þvera og endilanga eftir að stríðið braust út, frá Lviv til vestri til Kharkiv í austri, frá Odesa í suðri til Kyiv í norðri. Loks hélt hann til vígstöðvanna í Donbas rétt eftir að gagnsóknin hófst um haustið. Valur komst heilu og höldnu heim en stríðið hélt áfram og Valur fór aftur til Úkraínu sumarið eftir þar sem stríðsbjarmarnir loguðu enn. Stríð var orðið eðlilegt ástand og þó svo óeðlilegt um leið, venjulegt líf hélt áfram við hlið hins óhugsandi. Mitt í öllum hörmungunum mátti sjá þjóð verða til.

Stríðsbjarmar er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka.  Valur hefur dvalið í Úkraínu bæði á friðar- og stríðstímum. Stríðsbjarmar er að mestu rituð þar í landi undir ómi loftvarnaflauta.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Margrét Eir

19.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Teprurnar – forsýning

20.00 Borgarleikhúsið

Heimasíða / Miðasala

Jazz í Djúpinu: HG & Brothers

20.00 Djúpið

Facebook-viðburður / Miðasala

Skúli Sverrisson með Davíð Þór og Ólöfu Arnalds

20.00 Mengi

Facebook-viðburður

Tónleikar – The Piano Alchemy – Alessandra Toni og Kiann

20.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Ásgeir Trausti

20.00 Bíóhöllin, Akranesi

Facebook-viðburður / Miðasala

Trúbadorkvöld með Kalla Hallgríms

20.00 Vínstofa Friðheima, Selfossi

Facebook-viðburður

Moskvít

21.00 Eyvindartungu við Laugarvatn

Facebook-viðburður

Purple Rain – föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Gildran

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Stebbi JAK

21.00 Frystiklefinn Rifi

Facebook-viðburður / Miðasala

Laugardagur 21. október

Langspilssmiðja Eyjólfs

13.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Myndasögur – listvinnustofur með Elíasi Rúna

13.00 Listasafnið á Akureyri

Elías Rúni er myndasöguhöfundur, myndlýsir og grafískur hönnuður og gaf meðal annars nýlega út myndasöguna Kvár auk þess að myndskreyta bækur á borð við Frankensleiki og Smáralindar-Móra, sem kemur út núna í haust.

Á námskeiðinu verður þátttakendum boðið að gera tilraunir með myndasöguformið og kynnast ólíkum leiðum til að segja sögur í myndum með áherslu á skapandi form og frásögn. Innblástur verður sóttur í þætti í umhverfinu og úr hversdagsleikanum, sagna leitað í minningum og því sem er efst á baugi í samfélaginu. Vinnustofunni lýkur með sýningu í safnfræðslurými Listasafnsins.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Náttúrulögmálin: Upplestrarferðin

16.00 Byggðasafn Vestfjarða

Það er vissulega ekki þverfótað fyrir útgáfuhófum þessa dagana, en Eiríkur Örn Norðdahl lætur eitt partí ekki duga þegar hann getur farið á upplestrartúr um landið. Tilefnið er Náttúrulögmálin, söguleg skáldsaga sem gerist á Ísafirði fyrir tæpri öld síðan, og hefst enda upplestarferðin fyrir vestan.

Bókarúnturinn er svo sem hér segir:

Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri, Haukadalur, Bolungarvík, Bíldudalur, Patreksfjörður,

Hólmavík, Blönduós, Dalvík, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Borgarfjörður eystri, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Breiðdalsvík, Neskaupsstaður, Djúpivogur, Höfn í Hornafirði, Hvolsvöllur, Vestmannaeyjar, Selfoss, Ölfus, Reykjavík, Akranes, Hafnarfjörður, Grindavík, Stykkishólmur og svo aftur Ísafjörður.

Þetta mun allt saman taka tæpan mánuð og hér má finna ítarlegri upplýsingar um hvern stað og hvern upplestur og sums staðar munu óvæntir gestir líta við.

Eiríkur er búinn að fylla bílinn af bókum, búinn að leigja sér posa, fylla áritunarpennann af bleki, fjárfesta í millistykkjum fyrir allra handa skjávarpa, láta prenta bókamerki (sem fylgja frítt með seldum bókum), panta tíma í dekkjaskipti fyrir bílinn, gera yfirlit yfir hvar sé best að fara í sund, pússa spariskóna og strauja skyrturnar. Og vonandi líka búinn að finna rótara, þótt það komi ekki fram í blogginu.

Heimasíða / Facebook-viðburðir á heimasíðu

Messa heilagrar Sesselju – Söngsveitin Fílharmónía

17.00 Langholtskirkja

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Takk Takk eftir brúðuleikhópinn Fras frá Tékklandi

17.00 Stúdíó Handbendi, Hvammstanga

Heimasíða / Facebook-viðburður

Cell7, Dúkkulísur, Kolrassa Krókríðandi og Salóme  –

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Þarf alltaf að vera grín? LIVE SHOW

20.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Miðasala

Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann

20.00 Félagsheimilinu Hvammstanga

Facebook-viðburður / Miðasala

Dazed & Confused – 30 ára afmælispartísýning

21.00 Bíó Paradís

Bestu kynslóðamyndirnar koma stundum 20 árum eftir að téð kynslóð sleit barnsskónum. Það var tilfellið með American Graffiti í sjöunni, sem fjallaði um fiftís-unglinga, og Dazed and Confused í níunni, sem fjallaði um seventís unglinga. Það tók Dazed and Confused líka drjúgan tíma að verða költ-klassík, hún var lengi aðallega þekkt sem fyrsta mynd leikara á borð við Matthew McConaughey, Joey Lauren Adams, Milla Jovovich, Adam Goldberg, Ben Affleck, Parker Posey, Nicky Katt og Renée Zellweger – en núna er þetta orðið partí sem enginn nostalgískur bíónörd getur misst af.

Heimasíða / Facebook-viðburður

GDNR

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sunnudagur 22. október:

Taktur (& Tónfjöður)

13.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Mömmuskipti – útgáfuhóf

14.00 Eymundsson Kringlunni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bíótekið: Humanity and Paper Balloons

15.00 Bíó Paradís

Bíótekið verður með japanskan sýningadag þar sem þrjár klassískar verðlaunamyndir frá Japan verða sýndar. Fyrst sjáum við Mannskepnan og pappablöðrur er frá 1937, sem gerist í fátækrahverfi í Japan á 18. öld, fjallar um Shinza, kærulausan fjárhættuspilara og Unno, sem er sonur frægs samúræja en hefur misst öll forréttindi eftir fráfall föður síns og berst fyrir því að endurreisa heiður sinn.

Næst á dagskrá er Sansho fógeti, Sanshō Dayū, þar sem leikstjórinn leitar enn lengra aftur í fortíðina, alla leið til japönsku miðaldanna þar sem miskunnsamur og virtur ríkisstjóri er dæmdur í útlegð og fjölskyldu hans sundrað.

Loks verður svo sýnd Ballaðan um Narayama frá 1983, sem fékk Gullpálmann í Cannes og fjallar um hina 69 ára gömlu Orin, sem býr í litlu afskekktu þorpi í Japan á 19. öld, þar sem lífsbaráttan er hörð og fólkið örvæntingarfullt og grimmt. Hefð er fyrir því að við sjötíu ára aldur sé fólki vísað til fjalla í einsemd og hungurdauða.

Það er svo í takt við efni síðustu myndarinnar að Gunnella Þorgeirsdóttir mun flytja erindi um Ubasute, sem er heiti yfir nokkurskonar útburð eldra fólks í Japan.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sígildir sunnudagar: Tónlist eftir Poulenc

16.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Bíótekið: Sancho the Bailiff

17.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bíótekið: The Ballad of Narayama

19.30 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Viltu meira Menningarsmygl?Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fundog þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatalið beint í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson