Það verður nóg um hátíðir um næstu helgi. Bíóþyrstir geta farið vestur, hvort sem er á Ísafjörð eða Patreksfjörð, til að fylgjast með kvikmyndahátíð dúfunar, eða PIFF og í Reykjavík verður bæði hægt að fara á listhátíðina Sequences og barnabókahátíðina Mýrin. Vonarstjarna Akureyrar, Drengurinn fengurinn, mætir í Hörpuna, ljósmyndasýning verður haldin með áherslu á einhverfa sýn og Egill Sæbjörnsson opnar nýja sýningu og í Paradísarbíóinu við Hverfisgötu verður umdeildasta mynd seinna tíma í Póllandi frumsýnd og þar mun einnig barnung vampíra tæla ungan pilt til fylgilags við sig.

Mánudagur 9. október

Málþing um Barnabókasafn Íslands: Til hvers – Fyrir hvern?

16.00 Félagsmiðstöðin í Hæðagarði 31

Þarf Ísland sérstakt barnabókasafn? Þeirri spurningu verður varpað frá á þessu málþingi, þar sem Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp og setur þingið, sem hinn reyndi barnabókahöfundur Ragnheiður Gestsdóttir mun stýra. Ásmundur Einar Daðason, Mennta- og barnamálaráðherra, ávarpar þingið, en þegar pólitíkusarnir hafa lokið sér af taka ótal athyglisverðir fyrirlestar við.

María Hjálmtýsdóttir er formaður Félags um barnabókasafn og veltir fyrir sér nauðsyn slíks safns, Elfa Lilja Gísladóttir gluggar í sögu barnamenningar á Íslandi og veltir fyrir sér hvað hefur áunnist á síðustu misserum? og Bergrún Íris Sævarsdótti flytur fyrirlesturinn Að fletta upp í fortíðinni. Næst er röðin komin að Hildi Knútsdóttur með fyrirlesturinn Orð af orði og svo er það Dýrmætasta draslið, fyrirlestur Margrétar Tryggvadóttur. Mæðgurnar Sigþrúður Gunnarsdóttir og Silja Aðalteinsdóttir eru svo síðastar á mælendaskrá, Sigþrúður fjallar um Barnabækur í barnabókum, þar sem hún grúskar í sagnaheimi Guðrúnar Helgadóttur, og Silja er með fyrirlesturinn Íslenskar barnabækur – hluti af menningararfinum, en Silja samdi svo frægt er orðið einna fyrstu fræðibækurnar um íslenskar barnabækur.

Það er líka nóg að gera í barbabókunum þessa vikuna, en ef þið skrollið niður á fimmtudag má þar finna umfjöllun um Mýrina.

Facebook-viðburður

Bókmenntakvöld – Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson

19.30 Bókasafn Seltjarnarness

Facebook-viðburður

Þriðjudagur 10. október

Upprásin – Drengurinn fengurinn, Krownest og MSEA

20.00 Kaldalón, Hörpu

Upprásin er tónleikaröð tileinkuð grasrótinni í íslenskri tónlistarsenu og í þetta skiptið mætir sjálf vonarstjarna Akureyrar, Drengurinn fengurinn, einyrki sem hefur gefið út heilar átján breiðskífur það sem af er 2023, auk annara minni verka. Og árið er ekki búið enn. „Er búinn að gefa út 18 breiðskífur í ár held ég. Endar líklega a.m.k. í 20. Ég er one man army, Ason, eins og Ol Dirty Bastard. Mér finnst að ég ætti að fá peninga frá ríkinu fyrir vel unnin störf.“

Og hann verður með gott fólk með sér á sviði. „Þetta verður frekar töff! Ég verð ekki einn, heldur með tveimur hómís. Annar er nýbyrjaður að spila á bassa en stendur sig mjög vel. Hinn er sjóaður úr hljómsveitinni Miomantis. Þau eru góð að vilja spila með mér. Verðum svo með hressan trommuheila sem heitir Yamaha Rx120!“

En hvernig músík er þetta? „Textasmíðin einkennist af óslípuðuðum frásögnum af hversdagslegum og einlægum vangaveltum um Drenginn sjálfan, líðan hans og athæfi, heiminn og samfélagið í kringum hann,“ skrifar Hekla Björt Helgadóttir skáld og myndlistamaður og bætir við: „Þessum persónulegu lýsingum má líkja við dagbókarfærslur og í þeim má greina breitt róf mannlegra tilfinninga sem lýsa melankólíu, eftirvæntingu, gleði, gremju og sorg. Í gegnum frásagnirnar skín þó ávallt í glettni og skopskyn, þó drungi eða vonleysi séu til umfjöllunar.“

Einnig spilar harðkjarna þungarokksbandið Krownest, sigurvegarar Wacken Metal Battle á Íslandi árið 2023 og MSEA, sem lýst er sem martraðarpoppi, en hennar fyrsta stúdíóplata í fullri lengd, Our Daily Apocalypse Walk, er nýkomin út. Með henni spila Halla Kristjánsdóttir á bassa og syntha, Ægir Sindri Bjarnason á trommur og Silla Thorarensen syngur bakraddir og spilar á syntha.

Heimasíða / Facebook-viðburður /  Miðasala

Jónas Sig & Lára Rúnars: Satsang & söngur

20.00 Móar stúdíó

Heimasíða / Facebook-viðburður

HaustBíókvöld: Fantastic Mr. Fox

20.00 Loft Hostel

Facebook-viðburður

Pub Quiz með Sigga Orra

20.00 Röntgen

Facebook-viðburður

Miðvikudagur 11. október

Fræðslukaffi | K-Drama

17.00 Borgarbókasafnið Gerðubergi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Norræni bókagleypirinn

17.30 Gunnarshús

Facebook-viðburður

Hálendishátíðin

19.00 Iðnó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Ljósmyndun í einhverfu ljósi – Eva Ágústa Aradóttir

20.00 Hús atvinnulífsins

Eva Ágústa er einhverf og trans. Hún hefur séð hvernig minnihlutahópar eiga til að gleymast í ljósmyndun og hefur einbeitt sér að því að bæta úr því. Eva mun sýna frá verkefnum í tengslum við hinseginleikann og einhverfu, ásamt öðrum verkefnum undanfarin ár, en Eva hefur stundað ljósmyndun frá árinu 2004, lauk námi úr Tækniskólanum í Reykjavík jólin 2009 og sveinsprófi í ljósmyndun haustið 2011.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Jerry Bergonzi Quartet – Múlinn Jazzklúbbur

20.00 Flói, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagur 12. október

Mýrin – barnabókahátíð

09.00 Norræna húsið

Hafið og fantasíur eru þema Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrinnar í þetta skiptið, en hún fer fram dagana 12. til 14. október, og yfirskrift hátíðarinnar er Á kafi úti í mýri.

Þátttakendur eiga það öll sameiginlegt að hafa samið og skapað sögur sem fjalla um hafið og lífverur þess, verndun sjávar og þá menningarlegu táknmyndir sem eiga uppruna sinn að rekja til hafsins.

Erlendir gestir hátíðarinnar eru hin bandaríska Jessica Love, höfundur bókarinnar Júlían er hafmeyja, Kent Kielsen frá Grænlandi, höfundur bókarinnar Alþingi dýranna, sem og myndhöfundarnir Anne Fiske frá Noregi, bresku myndhöfundarnir Jenni Desmond og Nick White, hin franska Anais Brunet og hin finnska Lena Frölander-Ulf. Þá mun Mikaela Wickström segir frá verkefninu Norræni bókaormurinn.

Meðal íslenskra höfunda sem taka þátt eru Linda Ólafsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Kristín Björg Sigurvinsdóttir, Gunnar Theodór Eggertsson, Ævar Þór Benediktsson og Eva Rún Þorgeirsdóttir. Loks ber að geta þess að Elías Rúni teiknaði þetta fallega veggspjald sem fylgir hér að ofan.

Frítt er inn á alla viðburði og skráning fer fram á myrinfestival@gmail.com.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Afnýlendusiðir, árþjóðir og guðfræði á norðurslóðum Norðurlanda

12.00 Þjóðminjasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

PIFF – Pigeon International Film Festival

15.00 Ísafjörður og Patreksfjörður

Dagana 12-15 október fer kvikmyndahátíð dúfunnar fram í Ísafjarðarbíó og í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Opnunarmyndin er Auður í leikstjórn Lýðs Árnasonar.

Aðrar myndir í fullri lengd koma víða að og sama má segja um stuttmyndirnar. Meðal lengri mynda eru Sólvindasund, eða Aurinkotuulenpolku upp á finnsku, pólska hamfarahlýnunarhryllingsmyndin Það kom úr vatninu eða Apokawixa, Amuka, belgísk heimildamynd um Kongó, hin ástralska The Cost, Son of Man frá Íran, Allt til endaloka veraldarinnar eða Hasta el Fin de los Tiempos frá Mexíkó og þýska unglingamyndin Alfons Zitterbacke – Endlich Klassenfahrt! Stalking Chernobyl er meðal stuttmynda hátíðarinnar og fjallar um ólöglegan túrisma á lokaða svæðinu í kringum kjarnorkuverið og auk hennar eru stuttmyndir víða að, þar á meðal hin íslenska Villimey eftir Diljá Jökulrós Pétursdóttir og Oddur S. Hilmarsson er með stuttmyndina Huller i sandet.

Loks mætir heiðursgesturinn Þröstur Leó Gunnarsson á Dokkuna og ræðir ferilinn við Arnfinn Daníelsson.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur – útgáfuhóf

16.30 Bókabúð Forlagsins

Facebook-viðburður

Litir í myrkrinu eftir Ólöfu Dóru

17.00 Bókabúð Sölku

Facebook-viðburður

Eldbjørg og Tortelier – Sinfóníuhjómsveit Íslands

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Platonov eftir Anton Tsjekhov

20.00 Listaháskóli Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Þau

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Soffía

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Trust Issues – frumflutningur

20.00 Röntgen

Facebook-viðburður

Stroke

20.30 Tjarnarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður /  Miðasala

Ellen og Eyþór

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tíu ár í Draumalandinu – Kvöldstund með Roberto Luigi Pagani

22.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Föstudagur 13. október

Sequences XI: Get ekki séð

17.00 Kling & Bang og víða í Reykjavík

Listahátíðin Sequences fer fram dagana 13-22 október víðs vegar um borgina, nánar tiltekið í Kling & Bang, Nýlistasafninu, Hafnarhúsi, Norræna húsinu og Safnahúsinu – og svo er rútuferð (sem þarf að skrá sig í) frá Sundhöllinn á Vesturland, en Edda Kristín Sigurjónsdóttir ætlar að sýna fram á rútuferð getur vel verið listasýning um leið.

Listamenn hátíðarinnar koma víða að, einna flestir frá Finnlandi og Eystrasaltslöndunum, en einnig frá Ungverjalandi, Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Úkraínu, Póllandi, Kóreu, Gvatemala og Nígeríu, auk fjölda íslenskra listamanna – en alls eru 49 listamenn á hátíðinni og er meðfylgjandi mynd úr verki Vaim Sarv, sem vinnur með Flaaryr og Ástu Fanneyju á sýningunni.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Gleypir tígur gleypir ljón / Tumi og Magnús – útgáfuhóf

17.00 Reykjavík Record Shop

Facebook-viðburður

Síðdegistónleikar: Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir

18.00 Hafnarborg, Hafnarfirði

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ellen og Eyþór

20.00 Seyðisfjarðarkirkja

Facebook-viðburður / Miðasala

Af fingrum fram – Friðrik Dór og Jón Jónsson

20.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Blússveit Þollýjar – 20 ára afmælistónleikar

20.00 Iðnó

Facebook-viðburður

Teldu upp að tíu – uppistand með Ebbu Sig

20.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Ingibjörg Turchi og Hróðmar Sigurðsson – dúó

20.30 Tónlistarmiðstöð Austurlands

Facebook-viðburður / Miðasala

Down & Out og Eyvindur Karlsson

21.00 Café Rosenberg

Facebook-viðburður

The Vintage Caravan

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bjartmar og bergrisarnir – FRESTAÐ!

21.00 Fish House, Grindavík

Dúótónleikar Sara Su Jones og Tatyana Stepanova

21.30 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Laugardagur 14. október

Myndlistin þeirra: Víkurskóli

10.00 Listasafn Reykjavíkur

Heimasíða

Sequences XI – Get ekki séð: Vatn

10.00 Hvelfing Norræna hússins

Heimasíða

Reykjavíkurdætur | Rappsmiðja

12.00 Borgarbókasafnið Spönginni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Skólaslit 2: Dauð viðvörun – útgáfuhóf

14.00 Eymundsson Smáralind

Heimasíða / Facebook-viðburður

Grænu landamærin / Zielona granica

Grænu landamærin eru nýjasta mynd hinnar þrautreyndu pólsku leikstýru Agnieszka Holland og er myndin nú þegar orðin ein umdeildasta mynd ársins og í kjölfar harkalegrar gagnrýni frá pólskum yfirvöldum hefur leikstýran þurft öryggisverði til að tryggja öryggi sitt í heimalandinu. Titillinn vísar í svæði á milli Belarús og Póllands, þar sem stjórn Lúkasjenkó flaug flóttamönnum frá Miðausturlöndum og Afríku til Belarús og sendi svo yfir landamærin með innantómum loforðum um gull og græna skóga í Evrópusambandinu. Og ku pólskir ráðamenn ekki alls kostar sáttir við að leikstýran sýni þeirra aðkomu ekki í neinum dýrðarljóma.

15.00 Bíó Paradís

Heimasíða

Himininn yfir jöklinum – myndlistarsýning Margrétar E.Laxness

16.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Syngjum saman með Magneu og Pálmari

16.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Óskar Pétursson 70 ára

16.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Hellirinn Metalfest 3

18.30 Hellirinn

Facebook-viðburður

Todmobile & Midge Ure, Nik Kershaw, Tony Hadley

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Unnsteinn Manuel

20.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Jóipé x Króli

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ellen & Eyþór

21.00 Frystihúsið Breiðdalsvík

Facebook-viðburður / Miðasala

Twilight – partísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Hlynur Ben – útgáfutónleikar

22.00 Útgerðin, Akranesi

Facebook-viðburður

Sunnudagur 15. október:

Klassískir píanótónleikar – Dr. Nína Margrét

11.30 Tónlistarskóli Mýrdalshrepps

Facebook-viðburður

…–..-.. .— .- | Perlur og Morskóði

13.00 Borgarbókasafnið Árbæ

Heimasíða

Viltu tromma á múrbala?

13.00 Silfurberg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins: Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra

14.00 Listasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sígildir sunnudagar: Ómur aldanna

16.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

GDNR og Magnús Jóhann

17.00 Víkurkirkja

Facebook-viðburður

Svartir sunnudagar: Lät den rätte komma in

Sænska vampírumyndin Láttu þann rétta koma inn er ein albesta kvikmynd þessarar aldar, ljóðræn og lúmsk óhugnanleg þegar maður áttar sig á að þessi saklausa vampírustúlka er líklega nokkur hundruð ára gömul. Sumsé prýðileg mynd fyrir Svarta sunnudaga – og þetta dagatal er prýðileg afsökun fyrir að birta hreint gullfallegt veggspjald Vignis Rafns Valþórssonar, sem vísar í myndskreytingar á bókum Astrid Lindgren – en um tíma var leikstjóri myndarinnar raunar orðaður við nýja kvikmyndaaðlögun á Bróðir minn ljónshjarta, sem því miður virðist hafa dottið upp fyrir.

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Viltu meira Menningarsmygl?Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fundog þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatalið beint í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson