Það eru útgáfupartí út um alla borg, enda jólabækurnar að streyma í bókabúðir, og þessa vikuna eru Linda Ólafs, Gyrðir, Bjarni Þór, Bjarni Bjarna og Jakub Stachowiak öll með útgáfuhóf. Þá eru bíóhátíðir um land allt, það er hægt að hita upp á með klassíkinni Mephisto í MÍR-húsinu og fara svo annað hvort norður á Fantastic Film Festival eða í Bíó Paradís á Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð, eða þá sjá myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Svo mætir Mútta Courage í Þjóðleikhúsið, Silkikettirnir halda útgáfutónleika og Kristín Ómars opnar myndlistarsýningu. Þetta og ótalmargt fleira hér fyrir neðan.

Þriðjudagur 24. október

Ólafía Jóhannsdóttir – Móðir Theresa norðursins

11.00 Borgartúni 6

Facebook-viðburður

Ég þori! Ég get! Ég vil! eftir Lindu Ólafsdóttur – útgáfuhóf

16.00 Eymundsson Austurstræti

Heimasíða / Facebook-viðburður

Þriðjudagsfyrirlestur: Zoe Chronis

17.00 Listasafnið á Akureyri

Zoe Chronis flytur fyrirlestur um ákveðna tegund stafrænnar klippingar sem aðeins er hægt að framkvæma með MiniDV upptökuvél. Þessa aðferð notar hún til að taka upp myndbandsdagbækur þar sem upptaka nýrrar færslu eyðileggur fyrri færslu. Verk Chronis fela oft í sér gallaðan myndbandsbúnað og klippingu, sem gerir mörkin milli ásetnings og tilviljunar óskýr. Á fyrirlestrinum mun hún einnig fjalla um áhrif tilraunakvikmyndagerðar Dziga Vertov, Rose Lowder og Michael Snow.

Zoe Chronis stundaði nám í mannfræði og kvikmyndum og lauk MFA-gráðu í myndlist við háskólann í Pennsylvaníu, en hún flutti til Íslands á þessu ári.

Heimasíða / Facebook-viðburður

HaustBíókvöld: Addams Family Values

20.00 Loft Hostel

Facebook-viðburður

BíóMat: Mephisto eftir István Szabó

20.00 MÍR-salurinn, Hverfisgötu 105

Facebook-viðburður

Miðvikudagur 25. október

Grímusmiðja og draugaganga

16.00 Höfuðstöðin, Elliðaárdal

Facebook-viðburður

Megir þú upplifa eftir Bjarna Þór – útgáfuhóf

17.00 Bókabúð Sölku

Heimasíða / Facebook-viðburður

Mútta Courage og börnin (aðalæfing)

Leikrit Bertolts Brechts og Margarete Steffin um eyðingarmátt stríðs, kapítalismann og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna er fært á svið í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur og það er Steinunn Ólína sem fer með titilhlutverkið, ólíkindatólið Múttu Courage sem ferðast um í stríðshrjáðri Evrópu með söluvagn sinn. Hún hefur lifibrauð sitt af því að selja hernum varning og einsetur sér að komast af ásamt stálpuðum börnum sínum þremur. Í sýningunni hljómar svo ný tónlist eftir Valgeir Sigurðsson og Helga Hrafn Jónsson og það er tilvalið að hita upp fyrir sýningu með að hlusta á hana hér.

Það er uppselt á frumsýningu en enn hægt að fá miða á generalprufuna degi áður eða næstu sýningar á eftir.

20.00 Þjóðleikhúsið

Heimasíða / Miðasala

Hróðmar Sigurðsson og hljómsveit – Múlinn Jazz­klúbbur

20.00 Björtuloft, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

BROT | Nordic Affect

21.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Candlelit Cabaret With Earthly Delights

21.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður

Tónhylur Akademía Vol.1 útgáfutónleikar

21.00 Gamla bíó

Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagur 26. október

D50 Klāvs Liepiņš & Renate Feizaka

10.00 Listasafn Reykjavíkur

Heimasíða / Facebook-viðburður

‘Trapped’ in Coloniality. Iceland and Its Others

12.00 Þjóðminjasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Teiknimyndahátíð Alliance Française

13.00 Alliance Française

Heimasíða / Facebook-viðburður

Vökudagar

17.00 Akranesi

Facebook-viðburður

Einlífi-ástarrannsókn eftir Hlín Agnarsdóttur – útgáfuhóf

17.00 Ásmundarsalur

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ljóðatvenna Gyrðis – útgáfufagnaður

17.00 Eymundsson, Austurstræti

Facebook-viðburður

Dúnstúlkan í þokunni – útgáfuhóf

17.00 Hönnunarsafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Opnun myndlistarsýningar | S J Á Ð U F E G U R Ð Þ Í N A

17.30 Borgarbókasafnið Gerðubergi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Skúlptúr & smörre

18.00 Gerðasafni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Jazz-tríó Agnars Más Magnússonar

18.00 Hótel Holt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

19.00 Bíó Paradís

Á ferð með mömmu er framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. En hvaða myndir eru að keppa við íslensku vegamyndina? Þær eru fimm talsins og verða allar sýndar í Bíó Paradís í næstu viku svo bíógestir geti myndað sér sínar skoðanir á hver sé best – og rifist við dómnefndina ef menn verða ósammála.

Danir senda Viften, sem er þýdd sem Empire á ensku og því tilvalið að kalla hana Viftu heimsveldisins á íslensku. Myndin gerist vel að merkja ansi fjarri Jótlandi og Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Dönsku Vestur- Indíum árið 1848 og fjallar um vinkonurnar Önnu og Petrínu, en önnur þeirra er ambátt og hin er frjáls.

Ólíkt Dönsku Vestur-Indíum lítur Grænland enn stjórnar Dana og þaðan kemur myndin Alanngut Killinganni, eða Útlínur skuggana, hrollvekja sem er framhald af Qaqqat Alanngui. Ég treysti því svo að allir bíógestir leggi sig fram við að nota nú grænlenska titilinn þegar þeir kaupa bíómiðann.

Norðmenn rifja upp heimstyrjöldina síðari í Stríðsjóaranum (Krigsseileren), um sjómanninn Alfreð sem er svo óheppinn að vera staddur út á ballarhafi, óvopnaður, þegar síðari heimstyrjöldin brýst út.

Búbla (Kupla) er framlag Finna, þar sem veröld hinnar 16 ára Eveliinu hrynur í einni svipan þegar hún kemst að því að móðir hennar heldur við konu. Hún gerir vitaskuld allt sem hún getur til að stöðva ástarsamband þeirra svo að foreldrar hennar nái aftur saman.

Loks senda Svíar Andstæðinginn, Motståndaren, um íranska glímumanninn Iman sem flýr til Svíþjóðar með fjölskylduna – en leyndarmál fortíðar elta hann uppi.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Northern Lights – Fantastic Film Festival

19.00 Akureyri

Akureyringar geta hitað upp fyrir hrekkjavöku með nýrri kvikmyndahátíð dagana 26-29 október. Í Hofi verða sýndar 38 stuttmyndir sem eiga það sameiginlegt að flokkast sem fantasíur, teiknimyndir, hrollvekjur eða vísindaskáldskapur.

Heiðursgestur hátíðarinnar er Christopher Newman, framleiðandi Game of Thrones, og hann er einnig í dómnefnd hátíðarinnar ásamt leikstjórunum Ingu Lísu Middleton og Erlingi Óttari Thoroddsen.

Það eru þau Ársæll Sigurlaugar Níelsson, leikari & framleiðandi, Brynja Baldursdóttir, myndlistakona & hönnuður og Marzibil Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona sem standa á bak við hátíðina. „Við og Marzibil erum bæði kvikmyndagerðarfólk og flokkast flest okkar kvikmyndaverk inn í fantastic þemað,“ segir Ársæll og bætir við: „Við erum líka mikið áhugafólk um kvikmyndahátíðir, sérstaklega íslenskar landsbyggðarhátíðir sem okkur finnst bjóða upp á meiri nánd. Saman höfum haldið og/eða komið að framkvæmd kvikmynda- og/eða leiklistarhátíða 30 sinnum. Á millli verkefna á síðasta ári vorum við að ræða hvað okkur fannst vanta í flóruna hérna heima og komumst að því að það var okkar persónulega draumahátíð. Þetta þema er eitthvað sem er ekki gert nægilega hátt undir höfði hér heima, sem okkur finnst furðulegt, með þessa gullkistu sem þjóðsagnararfurinn okkar er. Þegar við litum á landakortið sáum við svo að allar kvikmyndahátíðir landsins eru vestan við Strandasýslu og Heillisheiði. Það er stórfurðulegt, enda Akureyri og Norðurland eystra heldur betur „fantastic.“ Svo vissum við af Brynju vinkonu okkar á Siglufirði, sem er auðvitað engri lík og hreinlega stórkostleg. Að hún hafi stokkið á vagninn og viljað gera þetta með okkur skapaði svo einhverskonar töfraþríeyki.“

Auk myndanna er pallborð undir yfirskriftinni „Af hverju er þjóðsagnararfurinn vannýttur í íslenskum kvikmyndaverkum og hvernig breytum við því?“ Þá er einnig meistaraspjall um tónlist og hljóðhönnun í fantastic kvikmyndaverkum, þar sem Hilmar Örn Hilmarsson og Kjartan Kjartansson taka þátt – og svo er auðvitað hrekkjavökubúningaball, tónleikar og fantastic pöb kviss.

Heimasíða / Facebook-viðburður

ReykjaDoom: Bongripper

19.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður / Miðasala

The Peasants

19.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Gerstein leikur Rakhmanínov – Sinfóníuhljómsveit Íslands

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagurinn langi: Áfram stelpur á Kjarvalsstöðum!

20.00 Kjarvalsstaðir

Heimasíða / Facebook-viðburður

Brúðuleikhúsið TakkTakk | Johana Bártová And Jakub Šulík

20.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Heill þér, hafsins stjarna – Graduale nobili og Huldur

20.00 Langholtskirkja

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ritlistarkvöld Yrsa Sigurðardóttir

20.00 Kaffi Lyst, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður

Gyða Valtýsdóttir

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagurinn langi – nokkur nýleg verk

20.00 Listasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Mugison

20.00 Fish House, Grindavík

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Skúli Mennski og Gosi

20.30 Turnhúsinu, Ísafirði

Heimasíða / Facebook-viðburður

Valdimar og hljómsveit

20.30 Ólafsvíkurkirkja

Facebook-viðburður / Miðasala

Svavar Knútur ásamt kanadíska söngvaskáldinu Adyn Townes

21.00 Græna hattinum, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður

You Hurt My Feelings – frumsýning

21.15 Bíó Paradís

Heimasíða

Föstudagur 27. október:

Vinnustofa um notkun gervigreindar

15.00 Vigdísarstofnun

Heimasíða / Facebook-viðburður

Fest Fest

17.00 LHÍ

Heimasíða / Facebook-viðburður

Stjörnufallseyjur eftir Jakub Stachowiak – útgáfuhóf

17.00 Eymundsson, Skólavörðustíg

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ljóðakvöld Forlagsins

17.00 Bókabúð Forlagsins

Facebook-viðburður

Ukulelur – 5 árum betri

17.00 Þjóðleikhúskjallarinn

Facebook-viðburður / Miðasala

Look at the music

18.00 Tjarnarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Mugison

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Kakalablót

20.00 Kakalaskáli, Varmahlíð

Heimasíða / Facebook-viðburður

Jazz í Djúpinu: Bjarni Már tríó

20.00 Djúpið

Facebook-viðburður / Miðasala

Sunnanvindur | Eftirlætislög Íslendinga

20.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Einar Vilberg og Ormar

21.00 Dillon

Facebook-viðburður

Beetlejuice – föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Valdimar

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ásgeir Trausti

21.00 Frystihúsið Breiðdalsvík

Facebook-viðburður / Miðasala

Silkikettirnir – útgáfutónleikar

22.00 Hannesarholt

Bergþóra Einarsdóttir og Guðrún Hulda Pálsdóttir kynntust í ritlistarnámi og eru núna báðar útivinnandi einstæðar mæður – en árið 2014 stofnuðu þær Silkikettina. Þá var Bergþóra í Reykjavíkurdætrum og Guðrún var að slá sína fyrstu strengi á kontrabassa. Bergþóra fór að þylja ljóðskotna texta yfir bassalínur Guðrúnar og þær fluttu sitt fyrsta lag við opnun Listhátíðar Reykjavíkur það sama ár. Nú er svo tilbúin sex laga EP plata, Smurðar fórnir, og verður útgáfunni fagnað í Hannesarholti, sem er óvenju viðeigandi þar sem lagið Andans dóttir, við texta Hannesar Hafstein „Strikum yfir stóru orðin,“ hlaut einmitt verðlaun í lagakeppni Hannesarholts árið2020.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Laugardag 28. október:

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð

Bíó Paradís

Bíó Paradís bíður til kvikmyndaveislu fyrir börn landsins frá 28. október til 5. nóvember og opnunarmyndin er Vélmennadraumar, sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni Cannes, en hún fjallar um vináttu hunds og vélmennis. „Það skemmtilega við myndina er að hún er án tals, nær að vera bæði fyrir börn og fullorðna – þetta er ein óvæntasta mynd ársins!“ segir Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradísar. Svo vill hún líka vekja athygli á dansinum.

„Við frumsýnum barnamynd ársins frá Noregi, Dansdrottninguna, sem er frábær mynd sem fjallar um mótunarár í lífi barna þar dans verður sjálfstæð og valdeflandi sögupersóna í myndinni. Við munum opna hana með dansaranum Brynju Péturs, en nemendur hennar munu dansa fyrir myndina og verður frumsýningin einnig að hluta fjáröflun fyrir dansnemendurna.“

Svo er ýmislegt fleira í boði. „Einar Áskell í lifandi talsetningu, Skoppa og Skrítla mæta með myndina sína sem er orðin 15 ára, ásamt því að sýndur verður fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð sem ætlaður er fyrir yngstu áhorfendura. Klassíkin verður á sýnum stað, boðið verður upp á viðburð um hreyfimyndagerð með Gunhil, stuttmyndaveislu með íslenskum leikstjórum og ýmislegt fleira,“ segir Ása og bætir við: „Við bjóðum í fyrsta sinn upp á talsetta kvikmyndaveislu, úrval kvikmynda þeirra 10 ára sem hátíðin hefur verið haldin, ásamt rafrænu kennsluefni til allra grunnskóla á landsbyggðinni í samstarfi við List fyrir Alla og Kvikmyndamiðstöð Íslands. Auk þess munum við að venju bjóða upp á skólasýningar fyrir grunnskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu.“

En það er ekki einfalt mál að talsetja þessar myndir. „Það er helsta áskorun þeirra sem vinna með kvikmyndamenningu ætlaða börnum, það er íslenskan. Það eru ekki til innlendir styrkir til talsetningar og því afar erfitt og ómögulegt að dagskrársetja hátíðina, einfaldlega vegna aðgengis barna sem t.a.m. hafa ekki aldur eða þroska til að lesa íslenskan texta. En við látum ekki deigan síga, en viljum sannarlega vekja athygli á þessu málefni.“

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sígildir sunnudagar: Kafka Fragments

14.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Syngjum saman með Hörpu Þorvaldsdóttur

14.00 Hannesarholt

Facebook-viðburður

Næturútvarp-opnun

16.00 Svavarssafn, Hornafirði

Facebook-viðburður

FIELDS // VELLIR eftir Kirsty Palmer

Úthverfu, Ísafirði

Facebook-viðburður

Óskar Pétursson 70 ára

16.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Til ljóssins og lífsins – Fóstbræður

17.00 Langholtskirkja

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Ritþing í Tjarnarbíói | S J Á Ð U F E G U R Ð Þ Í N A

17.30 Borgarbókasafnið Gerðubergi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ástin ein taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett

18.00 Harpa

Heimasíða / Facebook-viðburður

Botnleðja-Heima er best (of)

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Heima-Skagi 2023

20.00 Akranesi

Facebook-viðburður / Miðasala

Úr gullkistu Freyvangsleikhússins

20.00 Freyvangsleikhúsið, Eyjafjarðarsveit

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ólafur Bjarki: Útgáfutónleikar

20.30 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Pabbinn finnur afann

20.30 Höllin, Vestmanneyjum

Facebook-viðburður / Miðasala

Inspector Spacetime

21.00 KEX Hostel

Facebook-viðburður

Hárið – tónleikasýning

21.00 Laugardalshöll

Facebook-viðburður

Hrekkjavökupartí með Ástarpungunum

22.00 Græna hattinum, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sunnudagur 29. október:

Ronja ræningjadóttir: bíósýning og sögustund

11.30 Norræna húsið

Heimasíða / Facebook-viðburður

Spunatónleikar í Górmánuði || 3/3 – Davíð Þór Jónsson

13.11 Salurinn, Kópavogi

Tónskáldið, píanóleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Þór Jónsson er staðarlistamaður Salarins árið 2023 og mun af því tilefni bjóða upp á þrenna spunatónleika árið 2023 í Salnum sem teygja sig yfir hálft ár – og nú er komið að þeim síðustu.

Allir tónleikar einkennast af ævintýrum, forvitni og opnum huga þar sem tónlistarmaðurinn bregst við hljómi Salarins, andrúmslofti gesta, veðrabrigðum og árstíðabundnum sveiflum, hann sækir í tónlistararfleifð og uppsprettur, snýr út úr, fléttar áfram, tvinnar saman stefjum, hljómum og takti, splunkunýjum og eldgömlum. Báðir flyglar Salarins verða nýttir í óvissuferðinni, voldugir Steinway-flygill og Bösendorfer þar sem tónlistarmaðurinn leikur hvort tveggja á hljómborð þeirra og innviði.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Óðurinn til gleðinnar – 9. sinfónía Beethovens

16.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Nansen

20.00 Spákonuhof, Skagaströnd

Heimasíða / Facebook-viðburður

Camerata tónleikar: Morale spirituale – Fjölröddun frá Feneyjum

20.00 Háteigskirkja

Facebook-viðburður

Hrekkjavökuball með Babies

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Svartir sunnudagar: The Texas Chainsaw Massacre

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Drep &Purrkkur Pillnikk tribute

21.00 Dillon

Heimasíða

Viltu meira Menningarsmygl?Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fundog þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatalið beint í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson