Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst í dag í 20. skipti. Að venju er dagskrárbæklingur í boði með stuttum synopsum og heimasíða með sömu upplýsingum – en væri ekki betra að geta bara séð brot úr öllum þessum myndum?

Það er því miður ekki hægt, einstaka myndir eru nefnilega ekki enn komnar með stiklur – en langflestar þó, þannig að hér eru stiklur af 63 myndum af RIFF í einum góðum spilunarlista (sú 64 er svo hér fyrir neðan, það er ekki hægt að bæta henni í spilunarlistann út af sérvisku í Youtube).

Hér er svo stiklan fyrir Baan:

Viltu meira Menningarsmygl?Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fundog þar með tryggt framtíð miðilsins.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson