Í Gunnarshúsi munu ljóðskáld lesa til styrktar fórnarlömbum jarðskjálfta í norður-Afríku og fyrir vestan verður veglegt útgáfuhóf með einvalaliði bókmenntafólks og höfunda, á meðan gjörningalistamenn koma saman á Akureyri og í Bíó Paradís reyna ástfangnar mannætur að fóta sig í lífinu. Þetta er bara brot af því helsta sem er í gangi þessa menningarvikuna, og svo er auðvitað RIFF enn í fullum gangi og við minnum á að hér er hægt að skoða stiklur flestallra mynda á RIFF.

Mánudagur 2. október

Þjóðlist frá Úkraínu: Iryna Sulikovska

10.00 Bókasafn Seltjarnarness

Iryna Sulikovska er þjóðlistakona frá Kyiv og hún var að opna sýningu þar sem hún sýnir handverk sitt á Bókasafni Seltjarnarness og mun sýningin standa í allan október. Hinn mikli fjársjóður úkraínskrar menningar og fallegur handunninn klæðnaður er innblástur hennar við að hanna og gera fallegt handverk fyrir fólk sem er að skreyta heimili sín með, hvort sem það er útsaumur, dúkkur eða leikföng. Iryna segir sýninguna setta upp í þeim tilgangi að kynna úkraínska menningu og sem þakklæti fyrir þá aðstoð sem „lítið land með stórt hjarta“ veitir Úkraínu.

Facebook-viðburður

Þriðjudagur 3. október:

Valskan eftir Nönnu Rögnvaldardóttur – útgáfuhóf

17.00 Eymundsson Austurstræti

Facebook-viðburður

Þriðjudagsfyrirlestur: Dísa Thors, húðflúrun

17.00 Listasafn Akureyrar

Heimasíða / Facebook-viðburður

Good – Breska þjóðleikhúsið

19.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

virgin orchestra – Útgáfutónleikar

20.00 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Kona – Forntónlistarhátíð

20.00 Landakotskirkja

Mótettusafnið Componimenti Musicali eftir ítölsku nunnuna Lucretiu Vizzana var gefið út í Feneyjum fyrir 400 árum síðan og er eitt fárra verka sem varðveist hefur eftir þær fjölmörgu konur sem léku og sömdu tónlist innan ítalskra klausturmúra á 17. öld. Verkið var frumflutt á Íslandi í janúar 2023 og fær nú að hljóma í hljómburði og umgjörð Landakotskirkju.

Það er kammerhópurinn ReykjavíkBarokk sem flytur auk þeirra Ástu Sigríðar Arnardóttur sópran, Lilju Daggar Gunnarsdóttur alt og Sigurðs Halldórssonar, sem leikur á bassafiðlu.

Miðaverð er 3500 krónur og miðasala við innganginn, en athugið að ekki er posi á staðnum.

Markmið hátíðarinnar Kona – Forntónlistarhátíð er að vekja athygli á tónsmíðum kventónskálda í gegnum aldirnar og stuðla að því að tónverk þeirra verði flutt jafnhliða tónlist eftir kunnari meistara sígildrar tónlistar.

Facebook-viðburður

Miðvikudagur 4. október

Vínylkaffi með Valla

17.00 Borgarbókasafnið Grófinni

Heimasíða

Fróðleikskaffi | Gámadýfingar

17.00 Borgarbókasafnið Gerðubergi

Heimasíða

Kvenlegar kenndir

19.30 Gunnarshús

Heimasíða

Dúettar / Marína Ósk og Hilmar Jensson – Tómas Jónsson og Magnús Trygvason Eliassen, Bilað er best – Múlinn Jazzklúbbur

20.00 Björtuloft, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Selló – Rímur – Raftónlist

20.00 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Fia – The Trilogy Tour

20.30 Norðurljós, Hörpu

Fia er andlega þenkjandi söngvaskáld sem leggur mikið upp úr því að halda nánu sambandi við fylgjendur á sínum samfélagsmiðlum og þetta samband er sagt skína í gegn á tónleikum, en frá útgáfu frumraunarinnar Made of Stars árið 2016 hefur Fia verið á tónleikaferðalagi um heimsbyggðina.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagur 5. október:

A! Gjörningahátíð

Hof, Deiglan, Mjólkurbúðin og Listasafnið á Akureyri

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 5-8 október, fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og núna í níunda sinn.

Dómnefnd valdi verk úr hópi fjölbreyttra listamanna og eru gjörningar af öllum toga á dagskránni. Við heyrðum í Hlyn Hallssyni hjá Listasafninu og hann er spenntur fyrir komandi hátíð.

„Þetta er spennandi hátíð með fjölbreyttum gjörningum. Í ár er frábært að fá tvo grænlenska listamenni í hópinn, þau Kuluk Helms og Hans-Henrik Suersaq Poulsen og ég hlakka auðvitað líka til að sjá nýjan gjörning frá SÚM meistaranum Sigurði Guðmundssyni,“ segir Hlynur og bætir við: „Það er mikilvægt að þetta sé góð blanda heimafólks og listamanna utan úr heimi og bæði með ungu og upprennandi fólki og gömlum kempum. Allir gjörningarnir fara fram miðsvæðis á Akureyri og eru í göngufæri, en eru samt á ólíkum stöðum og stemningin sem skapast hefur í kring um hátíðina er dásamleg. Núna er svo í fyrsta sinn að opna sýning í Listasafninu sem er beintengd hátíðinni, en það er einkasýning Tales Frey og Hildu de Paulo sem hefst með gjörningi á opnun.“

Þátttakendur eru þetta árið þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Curver Thoroddsen, Dustin Harvey, Hans-Henrik Suersaq Poulsen, Yuliana Palacios, Harpa Arnardóttir, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Kuluk Helms, Sigurður Guðmundsson, Tales Frey og Vídeólistahátíðin Heim.

Að þessu sinni fara gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Deiglunni og Mjólkurbúðinni og ókeypis er inn á alla viðburði, en það er stór hópur listabattería á Akureyri sem stendur að hátíðinni, en hún er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Einkasafnsins, Myndlistarfélagsins, Gilfélagsins, Listnámsbrautar VMA, Myndlistamiðstöðvarinnar, Háskólans á Akureyri, RIFF og NAPA.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bíódagar

17.00 Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Heimasíða

Ljóðalestur og neyðarsöfnun

19.30 Gunnarshús

Fimmtudagskvöldið 5. október verður haldið ljóðakvöld í Gunnarshúsi til að minna á nýlegar náttúruhamfarir í Norður-Afríku og hvetja fólk til að styðja við hjálparsamtök sem þar vinna. Tólf íslensk skáld munu lesa eigin ljóð, en líka þýðingar á ljóðum skálda frá löndum sem hafa orðið illa úti.

Anton Helgi Jónsson, eitt skáldanna sem les upp, segir dagskrána vera svar við ákalli frá alþjóðlegum samtökum skálda: „Þór Stefánsson, skáld og þýðandi, er félagi í alþjóðlegum samtökum skálda, PoP (Poets of the Planet) sem hvetja félaga sína víða um heim til efna til upplestra um þessar mundir og sýna þannig samstöðu með íbúum landa sem hafa orðið fyrir miklum náttúruhamförum að undanförnu. Þór hafði samband við mig og við ákváðum að skipuleggja þessa dagskrá og fengum fljótt til liðs við okkur fleiri skáld. En þetta verður ekki bara venjulegur upplestur skálda að lesa sín eigin ljóð, heldur blöndum við inní dagskrána ljóðum eftir skáld frá hamfarasvæðunum. Þór Stefánsson hefur þýtt mikið af ljóðum úr frönsku og m.a. gefið í bók með þýðingum á ljóðum frönskumælandi frá Arabaheiminum og þær þýðingar nýtast okkur á upplestrarkvöldinu. Ég mun t.d. lesa nokkur ljóð eftir skáld frá Marokkó, Abdelmajid Benjelloun, sem fæddist árið 1944 og hefur gefið út fjölda ljóðabóka, auk rita um sagnfræði. Ljóðin sem ég les eru fá en veita mér samt óvænta og óvenjulega sýn inn í ljóðheim sem er að mörgu leyti framandi. Tilefni upplestrarkvöldsins er vissulega sorglegt en ljóðin sem við ætlum að lesa geta hin vegar verið mjög gefandi.“

Eftirtalin skáld lesa auk Antons: Ari Trausti Guðmundsson, Draumey Aradóttir, Einar Ólafsson, Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Helen Halldórsdóttir, Hjörtur Pálsson, Sigríður Helga Sverrisdóttir, Sigurður Skúlason, Valdimar Tómasson og Þór Stefánsson.

Um leið hvetja skáldin ljóðaunnendur sem og aðra landsmenn til að styðja neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu. Gestum á ljóðakvöldinui verður boðið að kaupa nokkrar ljóðabækur og mun andvirði af sölu þeirra renna í neyðarsöfnunina sem Rauði krossinn stendur fyrir. Meðal bókanna verða þýðingar Þórs Stefánssonar á ljóðum frönskumælandi skálda úr Arabaheiminum.

Heimasíða

Anna og Elgar – Sinfóníuhljómsveit Íslands

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Emmsjé Gauti á trúnó

20.00 Hljómahöll, Reykjanesbæ

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Krummi og krákurnar

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Rumours – Til heiðurs Fleetwood Mac

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Magnús og Jóhann – af fingrum fram

20.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Föstudagur 6. október

Archora – Föstudagsröð Sinfó í Hallgrímskirkju

18.00 Hallgrímskirkja

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Iron Maiden heiðurstónleikar með MaidenIced

18.00 & 22.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður

Bones & All

19.00 Bíó Paradís

Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu söng Björgvin um árið – og hún spyr heldur ekki hvort þú étur dýr eða fólk. Bones & All er hugljúfur hryllingsmyndarómans um tvær ungar mannætur sem fella hugi saman – og þar sem þær eru leiknar af þeim Timothée Chalamet og Taylor Russell er ekki ólíklegt að áhorfendur muni sjá í gegnum fingur sér með svona smáyfirsjónir eins og mannát unga fólksins.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Jóhannes Stefánsson & Mathilde Nobel

20.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ella í Hofi – heiðurstónleikar

20.00 Hofi, Akureyri

Heimasíða / Miðasala

Eyrarrokk

20.00 Vitinn

Facebook-viðburður / Miðasala

Pitch Perfect – föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ljótu hálfvitarnir

21.00 Iðnó

Facebook-viðburður / Miðasala

Einar Bjartur Egilsson: Kyrrð, útgáfutónleikar

22.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Laugardagur 7. október

Teiknimyndasmiðja

12.00 Bókasafn Akraness

Heimasíða / Facebook-viðburður

Strengjasveitamót á Akureyri – tónleikar

14.00 Hof, Akureyri

Heimasíða

Menning við ysta haf: útgáfufögnuður

15.00 Safnahúsið, Ísafirði / 20.00 Edinborgarhúsið, Ísafirði

Það verður blásið til mikils útgáfufögnuðar á Ísafirði um helgina vegna útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda. Bókin sú hefur að geyma greinar um vestfirskar bókmenntir og menningu frá miðöldum fram á okkar daga. Ritstjórar bókarinnar eru Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason, en bókin er tileinkuð minningu Eiríks Guðmundssonar og þau sem eiga greinar í bókinni eru Oddný Eir Ævarsdóttir, Hermann Stefánsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Andrew McGillivray, Birna Bjarnadóttir, Ármann Jakobsson, Gunnar Þorri Pétursson, Guðmundur Hálfdánarson, Guðrún Elsa Bragadóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Birna Bjarnadóttir, Christopher Crocker, Þórunn Sigurðardóttir, Viðar Hreinsson, Johnny F. Lindholm, Dustin Geeraert og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir.

Mörg þeirra munu koma fram, en staðahaldarar lofa að „fagna sköpunarkrafti Vestfjarða og Stranda með kvöldvöku í Edinborgarhúsinu,“ en auk nokkurra greinahöfunda mæta Gosi, Helen Cova, Jarosław Czechowicz og Skúli mennski, þannig að músík og fyrirlestrar og upplestrar verða framdir í bland og við þetta sama tækifæri verður svo sýning opnuð sem ber titilinn „Úr kúltíveruðum kindarhausnum: Sýning bóka frá Vestfjörðum og Ströndum.“ Það er Eiríkur Örn Norðdahl sem er á bak við sýninguna, en um hana segir hann:

„Raunverulegt bókmenntaverk þekkir engin landamæri – það talar til allra sem það lesa, hvar sem þá má finna. Engu að síður erum við gjörn á að flokka slík verk og raða þeim upp í kerfi, og eigum jafnvel okkar uppáhalds – hver elskar ekki rússneskar skáldsögur, franskar sonnettur og japanskar hækur? Hver elskar ekki Íslendingasögur? En ef verkin eru úniversal og höfundarnir með jafn flóknar og margbrotnar rætur og við flest hvað er það þá sem stýrir ætterni þeirra? Nánar tiltekið, hvernig verður bók „raunverulega“ vestfirsk? Þarf hún að hafa verið skrifuð á svæðinu af höfundi sem er þar fæddur og hefur aldrei búið annars staðar? Þarf hún að gerast á Vestfjörðum? Má einhver hluti hennar gerast annars staðar? Og ef skilgreiningin er frjálslegri en svo, dugir þá til að einu orði sé vikið að litlu skeri í Breiðafirðinum – eða togara á Vestfjarðamiðum? Að höfundurinn hafi átt langömmu í Fljótavík? Eru kannski allir höfundar sem hafa komið til Vestfjarða, eða uppljómast þar, höfundar vestfirskra bóka?

Nei, auðvitað ekki. Það hvar eigi að draga þessar línur verður alltaf huglægt mat og valið sem síðan fer fram skilgreinist af sýn – og blindum blettum – þeirra sem að því standa. Hér stendur ekki til að búa til tæmandi lista yfir vestfirskar bókmenntir – það væri enda hartnær ómögulegt viðfangs – og við svona verk yfirsést manni því miður iðulega alltaf eitthvað sem manni átti alls ekki að yfirsjást. Við því er ekkert að gera, landslag vestfirskra bókmennta er gríðarstórt og óljóst og yfirsjónin er fólgin í eðli verksins. Það er engu að síður hógvær von þeirra sem að sýningunni standa að hún sýni að einhverju leyti þá breidd og það ríkidæmi sem vestfirskar bókmenntir búa yfir í sögulegu tilliti og fram til dagsins í dag.“

Dagskráin fer bæði fram í Safnahúsinu við Eyrartún á Ísafirði frá kl. 15 til 16.30 og svo líka frá kl. 20.00 til 22.30 í Edinborgarhúsinu.

Facebook-viðburður

Nýdönsk – Alelda

18.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Lífið er lotterí

20.00 Kómedíuleikhúsið, Haukadal í Dýrafirði

Miðasala

Vök – 10 ára afmælistónleikar

20.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Ásgeir Trausti

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Miðasala

Stúlkan með lævirkjaröddina

20.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Rock Paper Sisters

21.30 Egilsbúð, Neskaupsstað

Facebook-viðburður / Miðasala

Eternal Roots Sound System

22.00 Bravó

Facebook-viðburður

Sunnudagur 8. október

Lífið (& lækurinn)

13.30 Salurinn, Kópavogi

Hinn ungi og óharðnaði malarasveinn leggur upp í ferðalag, fullur tilhlökkunar yfir komandi ævintýrum. Hann fellur fyrir hinni fögru dóttur malarans sem endurgeldur ekki tilfinningar hans. Svona voru nú ævintýrin á dýrðardögum klassískrar tónlistar þegar tónlist Schuberts og ljóð Müllers fanga hið innra og ytra ferðalag og draga hlustandann inn í heim öfgakenndra tilfinninga, ljóðrænu, dramatíkur, hamingju og sorgar, ástar og einmanaleika, lífs og dauða.

Það eru svo þeir Benedikt Kristjánsson og Mathias Halvorsen sem miðla þessu til okar, Benedikt syngur og Matthias spilar á píanó.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Stórsveit Reykjavíkur – Tónlist meistara Woody Shaw

20.00 Silfurberg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Sævar Jóhannsson – Where The Lights Are

20.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Eivør

20.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Viltu meira Menningarsmygl?Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fundog þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatlið beint í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson