Það er ótrúlega margt framundan í pólskri menningu á Íslandi, bæði hipsumhaps og Skálmöld halda útgáfutónleika og íransk-bandaríska skáldið Kaveh Akbar mætir til Íslands. Svo gisti forsíðufyrirsætan Almar í tjaldifyrir austan. Þetta og miklu fleira þessa menningarviku.

Mánudagur 11. september

Pólskir dagar 11-14 september

16.30 Veröld, Háskóla Íslands

Það er gósentíð fyrir áhugafólk um pólska menningu í september. Seinna í vikunni hefst pólsk bíóhátíð í Bíó Paradís (meira um hana í sunnudagskaflanum) og undir lok mánaðar verða pólskir bíódagar á Eskifirði.

Þá efnir Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands til pólskra daga 11-14 september, en þar verður Pólland á fyrri hluta 20. aldar skoðað, tónlist og kvikmyndir kynntar og borgin Gdynia „heimsótt.“ Małgorzata Malinowska mun flytja fyrirlesturinn Gdynia – hamingjusamasta borg Póllands, um „borg sem mótuð er af hafi og draumum”, sögu af djörfum borgarskipuleggjendum, arkitektum og verkamönnum sem komu þangað í leit að betra lífi.

Á þriðjudeginum og fimmtudeginum eru svo kvikmyndasýningar. Fyrst er það Bodo, um eina af fyrstu útvarps- og kvikmyndastjörnum Póllands, og svo er það Hotel Pacific, mynd frá 1975 um Pólland millistríðsáranna í gegnum míkrókosmos lítils hótel-veitingahúss.

Loks flytur Tomasz Wegner fyrirlesturinn „Þjóðrækin og trúarleg sönglög sem grunnur pólskrar alþýðumenningar“ á miðvikudag og leyfir gestum að hlusta á nokkra þessa söngva.

Heimasíða

Facebook-viðburður: Smellið á tengla fyrir einstaka viðburði hér að ofan

Þriðja rýmið

17.00 Bókasafnið Ísafirði

Facebook-viðburður

Þriðjudagur 12. september

Undir Íshellunni

Frá 10.00 Barnabókasafn Norræna hússins

Hvernig lifa dýr og plöntur af á kaldasta svæði veraldar og hvernig tengjast þau? hvaða áhrif hefur plast á lífið þeirra og hvað er hægt að gera með plast?

Gestum gefst færi á að fræðast um plöntur og dýr sem lifa í Norður íshafinu, á íshellunni eða djúpt á hafsbotni í sýningu sem byggð er á norsku bókinni Under Polarisen eftir Line Renslebraten, en eitt meginþemað er hvernig þessar lífverur deila heimkynnum sínum með ógrynni af plasti.

Sýningin verður öllum opin á hefðbundnum opnunartímum Norræna hússins á þriðjudögum til sunnudaga á milli 10-17.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Leikhúskaffi | Með guð í vasanum

17.30 Borgarbókasafnið Kringlunni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Miðvikudagur 13. september

Ljóðakvöld Yrkja #2

20.00 Mengi

Yrkjur er ljóðakollektíva ungra kvenna sem hafa það markmið að búa til vettvang fyrir grasrótarskáld til að hittast og tjá sig, deila hugmyndum og byggja hvert annað upp, bæði í gegnum vinnustofur, útgáfur og upplestrarkvöld.

Þau sem lesa í þetta skiptið eru þau Hera Lind Birgisdóttir, Rafn Ágúst Ragnarsson, Ármann Leifsson, Heiður Regn, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir, Unnar Ingi Sæmundarson og Melkorka Gunborg Briansdóttir.

Facebook-viðburður

Fógetarnir

21.00 Dillon

Heimasíða

Fimmtudagur 14. september

Rómönsk-Amerísk kvikmyndahátíð

Bíó Paradís 14-24 september

Heimasíða

Áþreifanleiki og Bylgjur

14.00 Litla gallerý, Hafnafirði

Instagram-síða / Facebook-viðburður

Hlöðu- og vinnustofupartí Hjartalags og Salvíu

17.00 Hjartalag, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður

Útgáfuhóf: Næturheimsókn eftir Jökul Jakobsson

17.00 Eymundsson Austurstræti

Facebook-viðburður

Óreiða, Mondernte, osmḗ

18.00 R6013

Facebook-viðburður

Culture Comedy – Open Mic

18.00 Mál og menning

Facebook-viðburður

Konsertþrenna með Emmanuel Pahud – Sinfóníuhjómsveit Íslands

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Klassískt popp | Páll Óskar og Kristín

20.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Miðasala

Hipsumhaps: Ást & praktík

20.00 Kex Hostel

Á haustmánuðum mun breiðskífan Ást & praktík með hljómsveitinni Hipsumhaps líta dagsins ljós með 12 nýjum lögum, heitpressuðum í Danmörku, sem draga saman allt það helsta úr hversdagsleika og sálarlífi nútímamannsins, svo vitnað sé í viðburðalýsingu, en platan kemur út á vínylformi þann 15. September, áður en hún verður gerð aðgengileg á streymisveitum. Því verður blásið til tónleikaraðar á neðri hæð Kex Hostel, þann 14, 15, 29 og 30 september.

Við spurðum söngvarann Fannar Ingi Friðþjófsson aðeins út í nafnið á gripnum. „Ást og praktík eru ólík mengi en nauðsynleg fyrir hvort annað. Sniðmengið, jafnvægið, er hamingja. Þetta eru þemu þriðju plötu Hipsumhaps. Hæðir, lægðir og niðurlag í 12 laga formi. Við bjóðum öll velkomin að mæta og hlusta.“

Það verður sérstakur kokteilseðill esamhljóma lagalista plötunnar þar sem hvert lag fær sitt eigið hanastél, innblásið af texta og tónum verksins og er Fannar dularfullur þegar hann er spurður út í nöfnin á kokteilunum. „Við gefum ekki upp lagalistann þar sem platan er óútgefin. En lagið Góðir hlutir gerast hææægt er t.d. drykkurinn Fullnæging.“

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Madame Tourette

20.00 Þjóðleikhúsið

Heimasíða / Miðasala

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra

20.00 Listasafn Reykjavíkur

Heimasíða / Facebook-viðburður

Blues Night: Beggi Smári

21.00 Dillon

Heimasíða

Einar Vilberg og Morøse

21.00 Lemmy

Facebook-viðburður

Föstudagur 15. september

Barna og unglingarímnatónleikar á degi rímnalagsins

14.00 Ráðhús Reykjavíkur

Facebook-viðburður

Northern Comfort frumsýning

Bíó Paradís, Smárabíó og Sambíóin

Heimasíða

Útgáfa & ættarmót á fjórum tungumálum: Langafi og jökullinn sem hvarf

17.00 12 Tónar

Facebook-viðburður

Almar í tjaldinu

17.00 Svavarssafn, Hornafirði

Facebook-viðburður

Luka Okros: Schubert & Chopin – píanótónleikar

19.30 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Classic Rock með Magna og Matta Matt!

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Miðasala

80´s 90´s Nostalgía – Guðrún Árný

20.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Miðasala

Skálmöld — Ýdalir, útgáfutónleikar

20.00 Háskólabíó

Skálmöld heldur útgáfutónleika í Háskólabíó og daginn eftir í Hofi til að fagna sinni sjöttu breiðskífu, Ýdalir. Í anda fyrri verka sveitarinnar er platan samhangandi saga sem rakin verður frá upphafi til enda, en í þetta skiptið fjallar sagan um norræna guðinum Ulli og átök hans við orminn Níðhögg. Þá spila örlaganornirnar, Urður, Verðandi og Skuld, stórt hlutverk ásamt fleiri vættum.

Í kjölfarið halda strákarnir svo í Evróputúr til þess að fylgja plötunni eftir. Og sérstaklega skal taka fram að það er platan sem heitir Ýdalir, en tónleikarnir munu þó ekki fara fram í hinu ástsæla félagsheimili Ýdölum í Aðaldal.

Miðasala

Vaka þjóðlagahelgi

20.00 Kex Hostel

Facebook-viðburður / Miðasala

Amélie – föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Fílalag

21.00 Egilsbúð, Neskaupsstað

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Mugison

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Lame Dudes

21.00 Dillon

Heimasíða

HYLUR – útgáfutónleikar

21.00 Gaukurinn

Miðasala

Árni Páls & Máni Vals

23.00 Askur Taproom, Egilsstöðum

Facebook-viðburður

Laugardagur 16. september

Myndlistin þeirra: Hlutverkasetur

10.00 Listasafn Reykjavíkur

Heimasíða

Útgáfuhóf: Smáralindar-Móri

14.00 Eymundsson, Smáralind

Facebook-viðburður

Irene Kalisvaart gítarleikari

15.15 Breiðholtskirkja

Facebook-viðburður

Tónleikur í Glerregni: Davíð Þór Jónsson

16.00 Listasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Úrval af Skjaldborg

17.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður / Umfjöllun Smyglara um síðustu Skjaldborg

Nýdönsk – Alelda

18.00 & 21.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Kvöldstund með Á móti sól!

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Kaveh Akbar

20.00 Mengi

Íransk-bandaríska ljóðskáldið Kaveh Akbar sló í gegn með sinni fyrstu ljóðabók Calling a Wolf a Wolf árið 2017, og fylgdi henni eftir árið 2021 með Pilgrim Bell. Hann er fæddur í Teheran í Íran og yrkisefni hans eru gjarnan persnesk arfleifð hans, menning og trúarbrögð, auk þess hvernig það er að vera Bandaríkjamaður af arabískum uppruna. Þá er hann berorður um eigin glímu við alkóhólisma og fíkn.

Hann mun spjalla við skáldkonurnar Fríðu Ísberg, Brynju Hjálmsdóttur og Þórdísi Helgadóttur í um verk sín og ljóðlistina almennt, og lesa upp. Við heyrðum í Þórdísi til að spyrja hvað heillaði svona við Kaveh.

„Kaveh Akbar er galdrakall. Skáld eru alltaf að eltast við einhvern hreinan, falslausan tón – Kaveh neglir hann í hvert einasta skipti. Hann leyfir sér að vera innblásinn en predikar samt aldrei, þykist aldrei geta dregið mannlega tilveru saman í eitthvað einfalt eða gefið endanleg svör. Það er ölvandi að lesa hann og ég get ekki beðið eftir að sjá hann sjálfan koma fram í Mengi!“

Akbar kennir við Iowa-háskóla og víðar, er ljóðaritstjóri hjá The Nation og með fastan dálk í Paris Review. Þá hefur hann haft mikið frumkvæði að því að breiða út ljóðlist almennt, sérstaklega meðal yngra fólks gegnum samfélagsmiðla og á vefriti sínu, Divedapper, sem má fletta hér.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Skálmöld — Ýdalir, útgáfutónleikar

20.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Miðasala

Eistnaflug presents: Contradiction, Changer, Krownest

20.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður

Minningartónleikar S. Arnars Gunnarssonar

20.00 Vitinn, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Lister, Biggi & bósarnir og TBK Group

21.00 Ölver

Facebook-viðburður

GG Blús

22.00 Dillon

Facebook-viðburður

Sunnudagur 17. september

Listamannaspjall með Jakobi Veigari Sigurðssyni

15.00 Listasafn Árnesinga

Heimasíða / Facebook-viðburður

Listamannaspjall með Ragnheiði Jónsdóttur

15.00 Listasafn Árnesinga

Heimasíða / Facebook-viðburður

Schumann og flautan

16.00 Hömrum, Hofi, Akureyri

Heimasíða / Miðasala

Vöflukonsert – LÓN og Teitur

16.00 Verkstæði Gunna gítarsmiðs, Brautarholti 22

Facebook-viðburður

Nordic Affect | Nýr Jarðvegur

17.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Pólskir kvikmyndadagar

Bíó Paradís 17 september – 28 október.

Pólskir kvikmyndadagar verða haldnir í Bíó Paradís í áttunda sinn nú á haustdögum og opnunarmyndin er Skýrsla Pilekci (Witolda Pileckiego), sem fjallar um kaptein Witold Pilecki, sem barðist gegn nasistum í heimstyrjöldinni og Sovétmönnum í Kalda stríðinu.

Áhugamenn um pólska rithöfunda fá svo sinn skammt, bæði er sýnd Hættulegir herramenn (Niebezpieczni dzentelmeni), sem fjallar um sjálfan Joseph Conrad og þrjá skáldbræður hans, sem vakna eftir svakalegt fyllerí með dauðann mann á sófanum sem þeir vita ekkert um.

Og svo er það Öreigabændur (Chłopi), sem byggð er á skáldsögu Nóbelshöfundarins Władysław Reymont og teiknuð af sama teymi og gerði Loving Vincent.

Stærðfræðingar og vörubílstjórar fá líka sinn skammt, en Hin fullkomna tala (Liczba doskonala) fjallar um stærðfræðisnilling sem fer að íhuga ástina og Tata fjallar um vörubílstjóra sem neyðist til að taka unglingsdóttur sína og vinkonu hennar í bílferð. Loks er það svo Wyrwa, sem fjallar um dularfullt slys og möguleg leyndarmál látinnar eiginkonu sem eiginmaðurinn fer að grafast fyrir um.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sophie Augusta

19.00 Gaukurinn

Facebook-viðburður

Svartir sunnudagar: Solaris

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-síða

Mánudagur 18. september

Bókmenntakvöld: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Aldrei nema vinnukona

19.30 Bókasafn Seltjarnarness

Facebook-viðburður

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatlið í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson