Leikhúsveturinn er að komast í gang með nýjum verkum eftir Maríu Reyndal og Marius van Mayenburg, verk tveggja íslenskra leikstjóra úr FAMU eru sýndar í Bíó Paradís og annar þeirra er að gefa út bók um Tékklandsárin og Sunna Gunnlaugs, Bríet og fleiri eru með tónleika. Þá verður hin yndislega Past Lives frumsýnd í Bíó Paradís og pólskir bíódagar verða á Eskifirði. Þetta er bara brot af því sem er að gerast í menningunni næstu vikuna.

Mánudagur 18. september

Leikhúskaffi | Með guð í vasanum

17.30 Borgarbókasafnið Kringlunni

María Reyndal samdi leikverkið Er ég mamma mín? sem gekk í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hún mun ræða nýtt verk sitt, Með guð í vasanum, þar sem Katla María Þorsteindóttir leikur aðalhlutverkið. María mun mæta í leikhúskaffi til að spjalla um verkið, sem verður frumsýnt á föstudaginn – en þá er uppselt, en það eru hins vegar enn til miðar á forsýninguna á fimmtudaginn. En um hvað fjallar svo verkið? Jú, um hana Ástu.

Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bókmenntakvöld: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Aldrei nema vinnukona

19.30 Bókasafn Seltjarnarness

Facebook-viðburður

Þriðjudagur 19. september

Orð sem minningar: Hvað getur íslenskan sagt okkur um tengsl máls og minnis?

20.00 Neskirkja

Í þessu erindi fjallar Iris Edda Nowenstein um margslungið samband minnis og tungumáls og veltir vöngum yfir því hvernig reynsla fólks mótar þá merkingu sem það leggur í orð. Fjallað er um möguleikann á því að málfærni skerðist en minni varðveitist og öfugt, en þekkt er að málstol getur birst án minnisskerðingar og eins að minni getur skerst án teljandi áhrifa á mál. Oft fara erfiðleikar á sviðum máls og minnis þó saman og breytt málhegðun getur verið á meðal fyrstu einkenna heilabilunar. Að sama skapi hafa nýjar rannsóknir leitt í ljós að börn með málþroskaröskun eiga iðulega í erfiðleikum með ákveðin undirsvið minnis. Hvernig er tengslum þessara ólíku sviða hugrænnar færni háttað? Hvað geta rannsóknir um minni kennt okkur um eðli mannlegs máls? Í fyrirlestrinum færir Iris rök fyrir því að sérkenni íslenskunnar geti leitt í ljós nýja þekkingu á þessu rannsóknarsviði þar sem margt er enn á huldu og segir frá nýjum íslenskum rannsóknum sem taka til samspils máls og minnis.

Facebook-viðburður

Doug Wieselman

20.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Framandi frumbyggjar flytja gleðjandi tónlist til styrktar Amazon-frumskóginum

20.00 Petersen-svítan

Facebook-viðburður / Miðasala

Miðvikudagur 20. september

Útgáfuhóf: Ljóðmæli Hallgríms Péturssonar

16.00 Eddu

Facebook-viðburður

Höfundar árita – Handbók fyrir ofurhetjur

16.30 Bókasafn Hafnarfjarðar

Heimasíða / Facebook-viðburður

Daryl Jamieson + Una Sveinbjarnardóttir, Tinna Þorsteinsdóttir & Leynigestir

20.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sunna Gunnlaugs tríó – Múlinn Jazzklúbbur

20.00 Björtuloft, Hörpu

Tríó Sunnu Gunnlaugs sem hefur starfað saman í rúman áratug gaf fyrr á árinu út nýtt hljóðrit, Becoming. Það er fimmta útgáfa tríósins sem kom fram í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum í sumar.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagur 21. september

Húsvörðurinn – Árni Már Viðarsson

16.00 Mokka

Facebook-viðburður

Pólskt rithöfundaspjall

16.00 Borg menningarhús, Dalvík

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ef ég gleymi

16.30 Hömrum, Hofi, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Haustútgáfufögnuður TMM

17.00 Röntgen

Heimasíða / Facebook-viðburður

Útgáfuhóf: Vordagar í Prag eftir Þorstein Jónsson

17.00 Eymundsson, Austrustræti

Það er nóg um að vera fyrir Tékkófíla þessa vikuna. Á sunnudeginum verða sýndar myndir tveggja gamallra nemenda úr FAMU, kvikmyndaskólanum í Prag, þeirra Þorgeirs Þorgeirsonar og Þorsteinn Jónsson – en Þorsteinn sendir nú líka frá sér minningarbók um þennan tíma. Hann lýsir upphafinu svona:

„22 ára með von í brjósti um betri heim lagði ég leið mína til Prag í þáverandi Tékkóslóvakíu. Þetta var í júlí 1968, Tékkar voru að rísa gegn sovéskum yfirgangi og vildu koma á manneskjulegum sósíalisma. Hreyfingin hét Vorið í Prag. Mánuði eftir komu mína var landið hernumið af Rússum.

Ég var kominn til að læra kvikmyndagerð og næstu 4 árin fylgdist ég með því hvenig Rússar moluðu hugmyndir Tékka um frelsi og lýðræði.“

Þorsteinn er þarna lentur í hringiðu ólgandi uppreisnar með skrautlegum samnemendum sínum af ýmsum þjóðernum, kynnist ástinni og sósíalismanum, sem hvort um sig vekur með honum flóknar og mótsagnakenndar tilfinningar. Innfæddir skora á hann að fylgjast með og bera vitni um atburðina.

Facebook-viðburður

Bókakaffi | Lóaboratoríum

17.30 Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Heimasíða / Facebook-viðburður

Kvikmyndin Julia Blue eftir Roxy Toporowych

18.00 Auðarsalur, Veröld

Facebook-viðburður

Extreme Chill Festival 2023

19.00 Gamla Bíó, Iðnó, KEX, Mengi o.fl.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Soviet Barbara

19.00 Bíó Paradís

Heimasíða

Filmumenn og Ari Eldjárn

20.00 Stúdentakjallarinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Umbra og arfurinn

20.00 Aðventkirkjan í Reykjavík

Facebook-viðburður

Með guð í vasanum – forsýning

20.00 Borgarleikhúsið

Heimasíða / Miðasala

Pabbastrákar

20.30 Tjarnarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Kuldi – S&S sýning með Erlingi Thoroddsen og Jóhannesi Hauk

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Óstýrilát / Ustyrlig

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða

Föstudagur 22. september

Past Lives

18.50 Bíó Paradís

Smyglari var þegar búinn að skrifa um þessa litlu perlu, um það má lesa nánar hér, neðst í færslunni.

„Það kviknaði eitthvað þarna fyrir áratug yfir sæstrengnum en hvorugt þeirra stökk þó til og keypti sér miða yfir hafið fyrr en tíu árum seinna. Um þetta er myndin. Þetta er mynd um langtímasamband sem nær aldrei að verða alvöru samband, til þess er fjarlægðin of mikil, plönin of ólík, þau of ólík. Samt er taugin á milli sterkari en öflugasti sæstrengur, þau Greta Lee og Teo Yoo eru með þúsund vatta kemistríu sem Nora og Hae-Sung, en orkan er samt oftast á bak við, ósýnileg.“

Heimasíða

Njála á hundavaði

20.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Bríet

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Rúnar Þór afmælistónlekar

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Miðasala

Slagarasveitin – Útgáfutónleikar

20.30 Iðnó

Facebook-viðburður / Miðasala

Boyz n the Hood – föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Klaki

21.00 Dillon

Ásgeir Trausti

21.00 Græni hatturin

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bríet

22.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Laugardagur 23. september

Palli var einn í heiminum

13.00 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Facebook-síða / Miðasala

Ástarsaga úr fjöllunum – Litli tónsprotinn – Sinfóníuhjómsveit Íslands

14.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Sævar Jóhannsson

14.00 Duus safnahús, Keflavík

Facebook-viðburður

Stolt – myndlistaropnun

14.00 Menningarhúsið Berg, Dalvík

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tónleikur í Glerregni: Una Sveinbjarnardóttir

16.00 Listasafn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Kór Lindakirkju – Gospeltónleikar

17.00 Höllin í Vestmanneyjum

Facebook-viðburður

Coradium og vinir

17.00 Laugarneskirkja

Facebook-viðburður

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

19.00 Valhöll, Eskifirði

Facebook-viðburður

DJ Aron Kale

19.00 Tehúsið

Facebook-viðburður

Ekki málið

20.00 Þjóðleikhúsið

Heimsfrumsýning á lokahluta Mayenburg-þríleiksins og nú er það leikskáldið sjálft, Marius van Mayenburg, sem leikstýrir þeim Ilmi Kristjánsdóttur og Birni Thors.

Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?

Heimasíða / Miðasala

Slagarasveitin – Útgáfutónleikar

20.30 Félagsheimilinu Hvammstanga

Facebook-viðburður / Miðasala

Stebbi & Eyfi

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða

Hjörtur Stephensen tríó

21.00 Dillon

Andri Ívars uppistand

21.00 Café Rosenberg

Facebook-viðburður / Miðasala

Sunnudagur 24. september

Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners

13.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Bíótekið: Bóndi og Eldsmiðurinn

15.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sígildir sunnudagar: QuartetES snýr aftur í Hörpu

16.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Ungsveitin leikur Berlioz – Ungsveit SÍ

17.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Bíótekið: Maður og verksmiðja, Róður og Grænlandsflug eftir Þorgeir Þorgeirson

17.00 Bíó Paradís

Þorgeir Þorgeirson var líklega fyrsti Íslendingurinn sem lærði við hinn virta FAMU kvikmyndaskóla í Prag. Skömmu eftir að hann kom heim gerði hann myndir á borð við Maður og verksmiðja, Róður, Grænlandsflugið og fleiri á tiltölulega stuttum kvikmyndaferli.

Í þá daga þótti næsta ómögulegt að reyna að framleiða kvikmyndir fyrir fámennið á Íslandi, hvað þá að ráðast í gerð tilraunakenndra heimildarmynda. Þorgeir vildi fanga hina raunsönnu áferð lífsins, hvort sem það var umfjöllunarefninu til framdráttar eða ekki og úr varð eitthvað einstakt.

Þegar hann ákvað að segja sig frá kvikmyndagerð bannaði hann sýningar á flestum sínum myndum. Í góðu samstarfi við fjölskyldu Þorgeirs verða nokkrar þeirra nú sýndar á ný.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bíótekið: Louisiana Story

19.30 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Ambient Mengi – Extreme Chill Festival 2023

20.00 Mengi

Facebook-viðburður

Óperutónleikar á Höfn

20.00 Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði

Viltu meira Menningarsmygl? Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatlið í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson