Sérstök söfnunarsýning á tékk-og-slóvakísku kvikmyndinni Vlny (enskur titill: Waves) eftir Jirí Mádl verður haldin sunnudaginn 6.apríl klukkan 14.30 í Bíó Paradís sem hluti af Stockfish hátíðinni.
Allur ágóði miðasölu (kaupa miða) rennur í Minningarsjóð Ásgeirs H Ingólfssonar
Um kvikmyndina:
Myndin segir frá tveimur bræðrum sem flækjast inn í raunverulega atburði í kringum hóp fréttamanna á alþjóðlegri ritstjórn Tékkóslóvakíska útvarpsins á árunum 1967-1968. Persónur myndarinnar eru byggðar á raunverulegum meðlimum ritstjórnar International Life, undir forystu Milan Weiner.
Myndin var heimsfrumsýnd á 58. Karlovy Vary alþjóðakvikmyndahátíðinni, árið 2024 þar sem hún hlaut áhorfendaverðlaunin. Hún var valin sem fulltrúi Tékklands á 97. Óskarsverðlaunum.
Waves er aðsóknarmesta kvikmynd í sögu Tékklands.