níu

Af öllum eitíslögunum sem ég rifjaði upp finnst mér skrítnast hvað þetta er gleymt. Best að hjálpa ykkur að muna það. Ef Oliver Stone hefði verið glysrokk-trúbador hefði hann sungið þetta lag.

 

tíu

Höldum áfram með uppáhaldslög allra almennilegra hernaðarandstæðinga in the 80s. Hér er  þjóðfélagsádeilu og kaldhæðni smyglað inní erki-eitís tónsmíð. Kontrastarnir gera þetta lag algjörlega ómótstæðilegt. Og líka það að hafa uppgötvað það aftur löngu seinna, þegar Alanis var búin að útskýra kaldhæðni fyrir okkur eitísbörnunum – og við föttuðum að á meðan tíundi áratugurinn var löðrandi í meðvitaðri kaldhæðni þá var kaldhæðni níunda áratugarins dulbúin vinsældavænum hljóðgervlum.

 

ellefu

Miðbær Akureyrar, mid-90s. Ég á rúntinum og Hallur kemur inn. Ástfanginn upp fyrir haus af einhverri stelpu og biður mig um að setja „lagið okkar“ á. Þetta gerðist oftar en einu sinni. Enda frábært lag.

 

tólf

Ég fékk skyndilegt æði fyrir þessu lagi þegar ég var nýkominn með bílpróf. Svona er maður frumlegur.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson

eitís eitt – eitís tvö – eitís fjögur – eitís fimm – eitís sex