tuttuguogeitt
John Cusack með búmbox fyrir utan glugga kærustunnar, Peter Gabriel í græjunum. Þetta voru Rómeó og Júlía okkar kynslóðar.
tuttuguogtvö
Eitís-lög eru fyrir löngu orðin nógu gömul til að eiga sér ótal cover-útgáfur – og þar standa tvær upp úr; Mad World, frábær ábreiða Gary Jules af vondu Tears for Fears lagi – og svo þegar Beck gerði enn betri útgáfu af þessu lagi – en djöfull er orginallinn samt bjútifúl.
tuttuguogþrjú
Líklega var samt ekkert eitís-band flinkara en Tears for Fears að búa til lög sem virkuðu undir dramatísku movie montage. Ekki bara Mad World, þótt það væri í annarra meðförum, heldur líka þeirra eigin útgáfa af Head Over Heels, sem líka var undir montage í Donnie Darko.
En svo var það einkennislag Péturs og vina hans í Peter‘s Friends.
Við sjáum myndskeið frá 1982 um ástand heimsins – og Tears for Fears spila undir, Reagan og Gorbastjoff hafa aldrei grúvað jafn feitt.
tuttuguogfjögur
Fyrir morbid rómantíkerana með græna kortið er þetta einfaldlega lagið eina, eða eins og segir í kvæðinu:
And if a double-decker bus
Crashes into us
To die by your side
Is such a heavenly way to die
Texti: Ásgeir H Ingólfsson
eitís eitt – eitís tvö – eitís þrjú – eitís fjögur – eitís fimm