þrettán

Það er bara eitt íslenskt lag sem á heima á þessum lista, Gaggó Vest er sjálfkjörið. Þetta lag nær líka vel stemmningunni í bókmenntum áratugarins, fyndna kynslóðin og allar unglingaminningarnar úr Vogunum.

 

fjórtán

Og á undan Gaggó var Lundarskóli. Árið er 1987, fjórði bekkur. Einhver prakkarinn kemst í hátalarakerfi skólans og skyndilega tryllist allt; Welcome to the Jungle – og í þrjár mínútur var þunglyndislega raunsæislega norræna sósíaldramað sem Lundarskóli var settur á pásu og við duttum inní hliðarveröld Hollywood barnaskólans.

 

fimmtán

Ha, sagði ég bara eitt íslenskt lag? Það er út af því Herbert er svo internasjónal sjáiði til. Þetta verðskuldar líka beina lýsingu:

Við erum stödd á Akureyri bernsku minnar, í sjónvarpsþætti sem ég missti af. Agnes Braga kynnir Herbert Guðmunds til leiks í löngu gleymdum skemmtiþætti. Við sjáum myndband. Herbert syngur. Horfir djúpt í augun á stelpu barnaskólaaldri með sleikjó og syngur ástarlag til hennar. Í miðri göngugötunni. Var svona bara eðlilegt in the 80s?

Svo labbar hann löturhægt yfir brúna yfir skátagilið, hittir svo stelpuna aftur þegar skólabjallann í Barnaskólanum hringir.

En ef lagið er skrítið – þá er spjallið eftir þáttinn einfaldlega stórkostlegt. Tökum hljóðprufu:

Agnes: Efastu aldrei?

Herbert: Þá hrynur allt. Maður má ekki efast, maður verður að trúa, alveg fram í rauðann.

Agnes: Ertu kominn á toppinn, Hebbi?

[…]

Herbert: Hvar er toppurinn?

 

 

sextán

Ég var löngu búinn að gleyma þessu lagi. Svo var ég að labba um New York fyrir fjórum árum síðan – labbaði heilu dagana í febrúarkuldanum – og um leið og ég lærði uptown og downtown landafræði borgarinnar þá hljómaði þetta viðlag í hausnum á mér. Þegar ég sá svo vídjóið fékk ég vægt kúltúrsjokk – hvergi hef ég séð jafn svakalega landafræðilega umpólun og þarna, í þessu músíkvídjói þar sem skítugir bílaviðgerðarmenn í skítugum miðbæ Manhattan láta sig dreyma um úthverfastelpur – og núna eru öll bílaverkstæðin löngu horfin úr miðbænum og ríku yfirstéttarpíurnar búnar að taka downtown yfir.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson

eitís eitt – eitís tvöeitís þrjú – eitís fimm – eitís sex