sautján
Það er líklega ekkert meira eitís en Patrick Swayze – og ekkert meira eitís en þetta lag.
átján
Auðvitað ætti maður að taka Careless Whisper, út af því það er æði, eða Wake Me Up Before You Go Go, út af því ekkert er meira eitís (nema ef vera skyldi Patrick Swayze, auðvitað) – en ég er að hugsa um að taka síðasta Wham!-lagið frekar. Þetta var ekki gott lag, engan veginn – en þetta var yfirlýst síðasta lag – og ég man eftir að hafa beðið eftir því, hlustandi á Vinsældarlista Rásar 2 – og svo var það bara í þriðja sæti og einhverjir nóboddíar í Bítlavinafélaginu á toppnum! Þetta var end of an era, eiginlega kláraðist há-eitís þarna, Wham! hættir og Duran virtust horfnir ofan í svarthol löngu gleymdra hliðarprójekta – og við höfðum engar hljómsveitir til að halda með lengur.
Þegar maður horfir svo á vídjóið núna áttar maður sig líka að þetta er akkúrat mómentið sem George Michael hættir að vera súkkulaðistrákur og ákveður að verða órakað og passlega sjúskað gay icon, sem gerði svo miklu betri músík en þessa in the 90s.
nítján
Talandi um vinsældarlista Rásar 2. Þeir skiptu öllu máli in the 80s. Þarna gekk maður jú að öllum nýjustu hitturunum og gat tekið góðu lögin upp á kasettu, áður en þau myndu hverfa að eilífu (Ha, internet sem geymir alla heimsins músík? Stop this crazy talk!). En þessu fylgdi náttúrulega bullandi meðvirkni með valdi vinsældanna – og maður bölvaði óréttlæti heimsins þegar bestu lögin stoppuðu í tuttugasta og sjöunda sæti – og lög sem voru á niðurleið voru oft ekki endurtekin – og góð lög sem voru neðarlega voru oft ekki spiluð í heild sinni. Eitt band lenti oftar í þessu en aðrir – elsku bestu mannæturnar mínar. Fine Young Cannibals komust held ég aldrei upp fyrir tuttugasta sætið – og því gekk bölvanlega að taka þá upp.
Síðan gleymdi ég þeim auðvitað, þessu vanmetnasta bandi áratugarins – þangað til ég var heima hjá stelpu sem elskaði þá og minnti mig á af hverju ég hafði elskað þessar fallegu mannætur.
tuttugu
Þegar ég var að gera þennan lista rakst ég aðallega á gamla kunningja. En svo rambaði ég á þetta lag hér. Undurfallegt og algjörlega á skjön við allt sem var að gerast in the 80s, ekki nema von að það hafi ekki slegið í gegn. Fullkomlega úr takti við tímann (þó það séu synthar þarna), enda algjörlega í eigin takti.
Texti: Ásgeir H Ingólfsson
eitís eitt – eitís tvö – eitís þrjú – eitís fjögur – eitís sex