Menningarvikan hefst með Lúpínu og endar með fiðlusmíði, en hæst ber væntanlega að bíóveislan mikla RIFF er að bresta á og þá heyrðum við í tveim tónlistarkonum fyrir dagatalið, þeim Jelenu Ćirić og Sunnu Gunnlaugs, sem báðar verða með tónleika í vikunni. Þá verður Snorri Ásmunds boðflenna í Reykjanesbæ og mun þar ræða list sína. Þetta og margt fleira í síðasta menningardagatali september og því fyrsta í október.

Mánudagur 25. september

Lúpína: Yfir skýin – frumsýning á tónlistarmyndbandi

19.00 Bíó Paradís

Lúpína er listamannsnafn Nínu Solveigar Andersen og hún mun spila nokkur lög og frumsýna tónlistarvídeó við lagið ‘yfir skýin’ í Bíó Paradís. Hún vann myndbandið sjálf með hóp góðra vina og dans kemur töluvert við sögu.

Lúpína hefur rætur bæði til Íslands og Noregs og gaf út sýna fyrstu plötu, ringluð, í byrjun árs, og var sjálfur Dr. Gunni ansi hrifinn: „Lúpína er nafn sem fólk ætti að leggja á minnið, ekki bara sem jurt sem flæðir yfir landið, heldur sem mjög efnilegt poppverkefni. Nína Solveig er svo vonandi bara rétt nýbyrjuð, enda ótvíræðir hæfileikar hér á ferð.“ (Heimildin)

Facebook-viðburður

Þriðjudagur 26. september

Íslensk arfleifð í Vesturheimi

17.00 Amtsbókasafnið, Akureyri

Ritstjórarnir Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason kynna bækurnar Sigurtunga: Vestur Íslenskt mál og menning og Icelandic Heritage In North America á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Birna Arnbjörnsdóttir flytur fyrirlesturinn „Vestur-Íslendingar og aðrir innflytjendur: Hvað getum við lært af reynslu frænda okkar í Vesturheimi?“ og Úlfar Bragason er með erindi undir heitinu „Var það rétt hjá fólkinu að flytja sig til Vesturheims?“ Þá tekur Höskuldur Þráinsson við með fyrirlesturinn „Vesturíslenska – Hvað vitum við um hana?“ og loks er Kristín M. Jóhannsdóttir með erindið „Framtíð íslenskunnar í Vesturheimi.“

Heimasíða / Facebook-viðburður

Fjaðrafok í mýrinni eftir Sigrúnu Eldjárn – útgáfuhóf

17.00 Eymundsson, Skólavörðustíg

Heimasíða / Facebook-viðburður

Fróðleiksmoli: Eliza Reid – Sprakkar

17.30 Bókasafn Garðabæjar

Heimasíða / Facebook-viðburður

Stuttmyndasýning: Beasts Of No Nation & Black Kryptonite

19.00 Norræna húsið

Heimasíða / Facebook-viðburður

Miðvikudagur 27. september

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

12.15 Salurinn, Kópavogi

Marína Ósk Þórólfsdóttir jazzsöngkona og Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari flytja ný sönglög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör – og þaðan er titillinn kominn.

„Titillinn er sóttur í ljóð Jóns,“ segir Sunna og bætir við: „Þegar ég var að blaða í bókunum hans og velja efni voru mörg ljóð sem lýstu erfiðum aðstæðum og líka einhver sem vísuðu í kjaftaganginn á fólki. Ég valdi ljóð sem sýna lífið í björtu og jákvæðu ljósi og einnig þau sem á glettinn hátt fjalla um hvernig best sé að kúpla sig frá arginu, garginu og andskotans blaðrinu í fólkinu. Ég held að það sé jafnvel meira viðeigandi nú en áður, þegar nær allir í samfélaginu eru gargandi út af einhverju og því svo mikilvægt að finna fegurðina í hversdagsleikanum,“ segir Sunna sem var Bæjarlistamaður Kópavogsbæjar árið 2021, en þá lágu leiðir hennar og Jóns úr Vör fyrst saman.

Með henni verður svo jazzsöngkonan Marín Ósk sem nýlega sendi frá sér lagið The Moon and the Sky og vann mastersritgerð um tónlistarsköpun Chet Baker.

Aðgangur er ókeypis.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Lay Low

17.00 Havarí

Facebook-viðburður

Tsvey / Concert / Act in Out

18.00 Mengi

Facebook-viðburður

Eyjapistlarnir ógleymanlegu | Gísli Helgason og Eyjalögin

20.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Fimmtudagur 28. september

RIFF: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Háskólabíó og víðar

Kvikmyndasýningum hefur ekki endanlega verið hætt í Háskólabíó, því bíóið verður heimili RIFF þetta árið, þótt stöku viðburðir fari einnig fram víða um borgina. Opnunarmyndin verður Tilverur, fyrsta mynd Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd, en auk þess eru frumsýndar stórmyndir á borð við Poor Things, sem hlaut Gyllta ljónið í Feneyjum nýlega, sem og sigurmynd síðustu Berlinale, Sur l’Adamant eða Flotið á Adamant, en leikstjóri hennar, Nicolas Philibert, mætir á hátíðina og meðal annarra heiðursgesta má nefna Catherine Breillat og Luca Guadagnino, sem og mögulega tvær bestu leikkonur tveggja kynslóða í Evrópu, þær Isabelle Huppert (hér var smyglað um Elle) og Vicky Krieps (og hér var ritað um Bergman Island, sem var á RIFF í fyrra, og hér er smyglað á Starafugli um Phantom Thread).

Einnig verða sýndar heimildamyndir um Iggy Pop og Rock Hudson og nýlegar heimildamyndir eftir þýsku goðsagnirnar Wim Wenders og Werner Herzog.

Loks ber að nefna heimildamyndina Dancing on the Edge of the Volcano, sem var einmitt smyglað um í Tengivagninum fyrr í sumar og má lesa hér.

Jazz í hádeginu / Sálarstöðin

12.15 Borgarbókasafnið, Grófinni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Masterclass: Erlingur Óttar Thoroddsen

13.00 Kvikmyndalistadeild LHÍ

Facebook-viðburður

Heldur það sem verður eftir / Sýning á myndbandsverki og listamannaspjall

15.00 Höggmyndagarðurinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Katrina Jane: Sýning og upplestur

16.00 Herðubíó, Seyðisfirði

Facebook-viðburður

Að deyja frá betri heimi: Ævisaga Jónasar Kristjánssonar landlæknis: Útgáfuhóf

16.00 Safnahúsið

Facebook-viðburður

JWW/BC Reykjavík

17.00 Iðnó

Facebook-viðburður / Miðasala

Extreme Chill Festival

19.00 Gamla Bíó, Iðnó, KEX, Mengi o.fl.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Jóhann Jóhannsson og Philip Glass – Sinfóníuhljómsveit Íslands

19.30 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Leiðsögn um Kjarval og 20. öldina

20.00 Kjarvalsstaðir

Heimasíða / Facebook-viðburður

Una Torfa

20.00 Kaffi Flóra

Facebook-viðburður / Miðasala

Una átti einmitt föstudagslagið í síðustu viku:

„Allt þetta býr til kunnuglegan og áhrifaríkan sagnaheim, ef þú hefur einhvern tímann verið ástanginn á íslenskum bar þá ertu að fara að tengja.“

Þið getið lesið meira hér.

Elif Yalvaç, Daniele Girolamo & Rikhardur H. Fridriksson

20.00 Mengi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Fimmtudagurinn langi: Teiknað á safninu

20.00 Listasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Hugleikur skapar leikhús: leikmynd verður til

20.00 Langholtsvegur 109

Facebook-viðburður

EAGLES-Matti Matt, Jógvan og Vignir Snær

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Tvíhöfði – Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson

20.30 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Skóli lífsins – Jakob Birgis, uppistand

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Föstudagur 29. september

Híbýli vindanna og Lífsins tré – dagsferð

10.00 Kirkjuból, Borgarbygð

Facebook-viðburður

Jazz í hádeginu / Sálarstöðin

12.15 Borgarbókasafnið Gerðubergi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tíminn líður hratt á gervigreindaröld – Málþing um gervigreind og höfundarétt

13.00 Kaldalón, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Rökkvan 2023

17.00 Garðatorgi, Garðabæ

Heimasíða / Facebook-viðburður

Reykjavík Deathfest 2023

17.00 Gaukurinn

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Jelena Ćirić + Karl Pestka + Margrét Arnardóttir

20.00 Mengi

Jelena Ćirić, mynd: Juliette Rowland

Jelena Ćirić hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir Þjóðlagaplötu ársins 2021, en í tónlist hennar má heyra áhrif frá Serbíu, þar sem hún fæddist, sem og frá Kanada þar sem hún ólst upp, en hún bjó einnig á Spáni og í Mexíkó áður en hún festi rætur á Íslandi.

„Að alast upp sem innflytjandi og flytja svona oft milli landa sem fullorðin manneskja, þetta býr til stöðugar spurningar um hvaðan ég sé í raun og hvaða stað ég tilheyri – ef einhverjum. Tónlistin hefur verið mín leið til að takast á við þessar spurningar,“ segir Jelena.

Shelters Two, ný stuttskífa Jelenu, kannar þessi þemu, sjálfið og staðartenginguna, en einnig sígild viðfangsefni eins og ástina. „Þetta er mín leið til að takast á við þessa lífsreynslu, að hafa búið um allan heim og upplifað tvö ár af heimsfaraldri, og ég er að reyna að skilja líf mitt sem einhvers konar heild. Ég er að kortleggja þá þræði sem tengja mig við konurnar í kringum mig, þær sem komu á undan mér og mitt innra sjálf.“

Á tónleikunum í Mengi verður Karl Pestka með Jelenu á víólu og Margrét Arnardóttir á harmónikku, en sjálf spilar Jelena í píanó og syngur.

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Una Torfa

20.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Miðasala

Una átti einmitt föstudagslagið í síðustu viku:

„Allt þetta býr til kunnuglegan og áhrifaríkan sagnaheim, ef þú hefur einhvern tímann verið ástanginn á íslenskum bar þá ertu að fara að tengja.“

Þið getið lesið meira hér.

Jazztónleikar – Tríó Andrésar Þórs

20.00 Berg menningarhús, Dalvík

Heimasíða / Facebook-viðburður

Kvöldstund með Kanarí

20.30 Tjarnarbíó

Heimasíða / Miðasala

Flashdance 40 ára – föstudagspartísýning

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Bjartmar og bergrisarnir

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Skóli lífsins – Jakob Birgis, uppistand

21.00 Gamli baukur, Húsavík

Facebook-viðburður / Miðasala

Blues Night: Hemúllinn

21.00 Dillon

Heimasíða

Laugardagur 30. september

Heimur smásögunnar

10.00 Veröld

Heimasíða / Facebook-viðburður

Myndlistin þeirra: Íslenski dansflokkurinn

10.00 Listasafn Reykjavíkur

Heimasíða

Málþing um ritun sögu Seyðisfjarðar

10.00 Herðubreið, Seyðisfirði

Heimasíða / Facebook-viðburður

Notaleg sögustund með Höllu Karen

11.30 Bókasafn Reykjanesbæjar

Heimasíða / Facebook-viðburður

Jazz í hádeginu / Sálarstöðin

12.15 Borgarbókasafnið Spönginni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Boðflenna: Lista- og sýningaspjall með Snorra Ásmundssyni og Helgu Þórsdóttur

14.00 Listasafn Reykjanesbæjar

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson mun taka á móti gestum ásamt Helgu Þórsdóttur, safnstjóra, og ræða sýninguna Boðflennu, en verkinu er þannig lýst í kynningartexta:

„Sköpun og gjörðir Snorra verða til þar sem hann stendur og hvíla í honum sjálfum. Þannig er myndsköpun hans ekki skáldskapur eða vel nært „alter egó“. Listamaðurinn er gjörsneyddur

leiklistarhæfileikum. Að þessari ástæðu má mögulega halda því fram að Snorri sé stórtækasta lifandi listaverk Íslenskrar listasögu. Í raun er aðeins hægt að bera Snorra saman við bresku listamennina Gilbert og George, sem framkvæma eigið líf sem lifandi skúlptúr þar sem efniviðurinn er breskur persónuleiki og sú táknfræði sem umlykja það auðkenni. Það sem þú sérð er framlag Snorra Ásmundssonar til listarinnar, til íslensku þjóðarinnar og heimsins líka.“

Aðgangur er ókeypis.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tólf tóna kortérið – Rodrigo

15.00 Listasafn Akureyrar

Facebook-viðburður

Syngjum saman með Systrum

16.00 Hannesarholt

Heimasíða / Facebook-viðburður

Skúlptúr/Skúlptúr – opnun

16.00 Gerðasafn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður

Tónleikur í Glerregni: Skúli Sverrisson

16.00 Listasafn Íslands

Heimasíða / Facebook-viðburður

Astor Piazzolla fyrir tvö píanó

16.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Cade: The Tortured Crossing

19.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Nykur III útgáfutónleikar

20.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Söngkvöld í Salnum – Geirmundur Valtýsson

20.00 Salurinn, Kópavogi

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

80´s 90´s Nostalgía – Guðrún Árný

20.00 Silfurberg, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Hvanndalsbræður – Tónlist & tóm tjara

20.00 Hof, Akureyri

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Hausttónleikar Hymnodiu

20.00 Akureyrarkirkja

Facebook-viðburður

Moses Hightower

21.00 Græni hatturinn

Heimasíða / Facebook-viðburður

Teitur Magnússon

21.00 Lebowski bar

Facebook-viðburður

Bjartmar og bergrisarnir

21.00 Frystihúsið Breiðdalsvík

Facebook-viðburður / Miðasala

Skóli lífsins – Jakob Birgis, uppistand

21.00 Grána, Sauðárkróki

Facebook-viðburður / Miðasala

Stjórnin | 35 ára afmælistónleikar

21.00 Háskólabíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Andri Ívars

21.00 Dillon

Heimasíða

Ásgeir Trausti

21.00 Mengi

Heimasíða

Sunnudagur 1. október

Ómur aldanna – fiðlusmíði í 40 ár

12.00 Ásmundarsalur

Hans Jóhannsson fiðlusmiður hefur smíðað fiðlur og fleiri hljóðfæri í rösklega fjóra áratugi og af því tilefni verður dagana 1. – 15. október boðið upp á hádegisviðburði þar sem alþjóðlegri menningu og hefð hljóðfæranna verður gerð skil með opnum samtölum, fyrirlestrum, örtónleikum og tilraunum. Hátíðinni lýkur svo með tónleikum í samstarfi við Hörpu, þar sem leikið verður á 35 hljóðfæri í Norðurljósum.

Sýnd verða tugir hljóðfæra, allt frá barokkhljóðfærum til klassískra strengjahljóðfæra, auk tilraunahljóðfæra og hljóðskúlptúra í anda 21. aldar. Markmiðið er að segja sögu fiðlusmíði undanfarinna 500 ára í gegnum kviksjá starfsferils Hans, auk þess að varpa ljósi á nýsköpun og framtíðarmöguleika í hönnun og þróun þeirra strengjahljóðfæra sem notuð eru til að þjóna klassískum tónlistararfi. Í Gryfjunni verður nýrri tækni og uppfinningum gerð skil, auk þess sem 21. aldar hljóðfæri Hans verða þar til sýnis.

Sýningarstjóri og hönnuður sýningarinnar er Elín Hansdóttir, myndlistarmaður og dóttir fiðlusmiðsins, en hún á að baki tveggja áratuga feril á sviði myndlistar og nú síðustu ár einnig á sviði sviðsmyndagerðar.

Frítt er inn á alla viðburði en óskað er eftir skráningu hér.

Heimasíða / Facebook-viðburður

Opnun Söguhornsins | Fjölmenningarhátíð

14.00 Borgarbókasafnið Grófinni

Heimasíða / Facebook-viðburður

Drottningin sem kann allt nema… –

15.00 Bæjarbíó

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Jawan

15.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Sígildir sunnudagar: Píanótríó eftir Smetana og Brahms

16.00 Norðurljós, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

Eric Whitacre – Sönghátíð

17.00 Eldborg, Hörpu

Heimasíða / Miðasala

RRS í Djúpinu: Hróðmar Sigurðsson tríó og Þorgrímur Jónsson kvartett

20.00 Djúpið

Facebook-viðburður

ALOK

20.00 Silfurberg, Hörpu

Heimasíða / Facebook-viðburður / Miðasala

Svartir sunnudagar: Akira

21.00 Bíó Paradís

Heimasíða / Facebook-viðburður

Viltu meira Menningarsmygl?
Hér geturðu gerst áskrifandi á Karolina Fund
og þar með tryggt framtíð miðilsins.

Hér er svo póstlisti svo þú fáir menningardagatlið beint í pósthólfið.

Texti: Ásgeir H Ingólfsson